Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, júní 20, 2006

 

Áríðandi tilkynning!

Nú rétt í þessu vorum við að bóka farið heim. Haldið verður af stað frá Sydney miðvikudaginn 26. júlí og áætluð lending í Manchester er 28 klukkustundum síðar, rétt fyrir 11 að morgni 27. júlí. Við græðum sem sagt tíma í þetta skiptið. 36 dagar þangað til. Nú er bara að ákveða hvenær við Arinze fljúgum frá Manchester til Íslands. Það verður "spennandi" að sjá hvernig litli maðurinn stendur sig á öllu þessu ferðalagi, það væri kannski gustuk að tilkynna opinberlega á flugvellinum að 6 mánaða barn verði með svona ef vera skyldi að einhver vildi hætta við. Nú eða kannski við Okezie æfum okkur í að gefa hvort öðru illt auga til að búa okkur undir ósköpin...

Við förum svo aftur frá Manchester 16. október svo þetta verður langt og mikið "sumarfrí".

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?