Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, júní 21, 2006

 

Fyrsta klippingin

Arinze Tómas fór í klippingu í dag í fyrsta skiptið á ævinni ef utan er skilið ævintýri móðurinnar með skærin og flóka. Hann stóð sig eins og hetja, sat grafkyrr og horfði í kringum sig stórum rannsakandi augunum. Það heyrðist meir að segja ekki múkk í honum fyrr en í lokin þegar Bianca kom með klippurnar þá varð hann pínu hræddur. Hún fékk nú ekki að taka mikið af lubbanum en það ætti að flækjast aðeins síður núna.

Lubbalíus alveg steinhissa á þessu veseni.

Þetta var frekar ógnvekjandi og betra því að halda fast í mömmu sína. Annars ætla ég að skella inn nokkrum myndum á barnalandið núna.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?