Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, júní 04, 2006

 
Bara að láta ykkur vita að það eru komnar nýjar myndir inn á Barnalandssíðuna hans Arinze/Don King, www.arinze.barnaland.is

Annars höfum við það bara fínt. Okezie er meiddur svo hann var ekki að spila rugby um helgina og fórum við því í bíltúr. Við skoðuðum klettamálverk frumbyggja í svona 70 km fjarlægð frá Cobar. Málverkin voru nú ekkert sérstök. Mér fannst skemmtilegri allar kengúrurnar og emúarnir sem við sáum á leiðinni auk fullt af villigeitum og kindum. Þetta var ágætis tilbreyting frá Cobar. Um næstu helgi er löng helgi þar sem við þurfum að halda upp á afmæli Elísabetar drottningar. Við ætlum til Dubbo í húsgagnaverlsanir bara til að skoða og svo getum við pantað það sem okkur líst vel á frá Cairns þegar þar að kemur.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?