Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

 

Þriggja mánaða

Litli kallinn minn er þriggja mánaða í dag. Hann er ógurlega mikill kútur og alveg bara hið besta barn. Í dag tók hann í fyrsta skipti dót í hendurnar. Hingað til hefur hann bara slegið í það. Núna vissi hann alveg hvað hann var að gera, horfði einbeittur á hringluna sem er í kerrunni og tók utan um hana með báðum höndum.

Hann er bara Íslendingur eins og er. Hann fékk vegabréf núna um daginn. Hér er mynd af litla Íslendingnum, að sjálfsögðu í ullarnærskyrtu og sokkabuxum þökk sé ömmu Siggu.

Annars brosir hann bara nánast allan daginn og er aðeins að reyna að hlægja líka. Mamman er náttúrulega bæði brosleg og hlægileg, sérstaklega þegar hún syngur íslensku lögin. Það verður ekki langt til að hann hefur vit á því að gráta frekar þegar móðirin hefur upp raust sína og heimta þá frekar Siggu Beinteins og Maríu (eða 50cents ef hann fer að vilja pabbans).
Hann er enn að halda soldið vöku fyrir mér á nóttunni. Eða hann heldur kannski ekki vöku fyrir mér en hann vekur mig oft nokkrum sinnum á hverri nóttu. Það getur verið ansi þreytandi en svo hverfur öll þreytan um leið og hann spreðar einu sætu brosi. Læt fylgja með eina nýja brosmynd.


Þessar myndir og fleiri eru komnar inn á barnalandssíðuna hans Arinze.

Comments:
Til hamingju með daginn! Þetta bros bræðir nú allt.
 
Til lukku með 3 mánuðina Arinze Tómas.Þessi tími líður sko aldeilis hratt, alltof hratt eiginlega. VIð mamma þín verðum sko farnar að ferma áður en við vitum af..... :-)

kær kveðja af klakanum
HEiða
 
Til hamingju.... hann er æðislegur.... og þetta bros...vááá
Hlakka til að fá að hitta hann og já Þórhildur´mín líka þig he he

Kveðja Júlía
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?