Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, mars 24, 2006

 

Smá update

Það er orðið ansi langt síðan ég hef nennt að skrifa hér. Héðan er allt fínt að frétta. Ég nýt móðurhlutverksins alveg í botn. Arinze er alveg frábær. Hann er náttúrulega farinn að brosa og bræðir móðurhjartað alveg í hvert sinn. Það eru brosmyndir á barnalandssíðunni hans. Svo er hann að reyna að spjalla við mig með misgóðum árangri. Hann er duglegur að leika sér og er farinn að drekka mun hraðar sem er gott því það tók rúman klukkutíma í hvert skipti að gefa honum. Hann fær fyrstu sprauturnar núna fljótlega. Á sunnudaginn fær hann blessun í kirkjunni hér. Við ætlum ekkert að skíra hann fyrr en við komum heim og gerum það þá annað hvort í Englandi eða Íslandi.

Á morgun er einhvers konar hestakapphlaup eða races. Þangað fara flestir og ætli við trítlum ekki með kerruna svona til að sýna okkur og sjá aðra. Það fer eftir því hvað það er heitt hvort við nennum eitthvað að vera þarna. Annars er farið að kólna þónokkuð, held að það hafi ekki einu sinni náð þrjátíu stigum í dag.

Þið hafið líklega séð eða heyrt af hvirfilbylnum sem gekk yfir Cairns svæðið í vikunni. Bærinn sem fór illa út úr því er í rúmlega klukkustundarfæri frá Cairns. Ég talaði við hönnuð að húsinu okkar og hún sagði að soldið mikið af trjám hafi fokið um koll í Cairns. Við erum róleg yfir þessari hættu, það er einhvers konar hætta alls staðar. Ég fann hins vegar aðeins fyrir afleiðingum hvirfilbylsins í dag í búðinni en kílóið af banönum fór úr $2.50 í $8 sem er 400 kall. Ég held að öll bananauppskera Ástrala hafi eyðilagst í bylnum.

Comments:
Hæ Þórhildur.
Til hamingju með litla strákinn þinn. Hann er rosalega sætur.
XXX
Íris
 
takk fyrir
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?