Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, mars 08, 2006

 

Haust

Hér í Cobar kom haustið þann 1. mars. Í nótt var svo ógurlega kalt. Svo kalt að Arinze fékk að koma upp í á milli óvenju snemma í þetta skiptið. Í morgun sá ég að hitinn klukkan átta var bara 15 stig, brrrr. Í húsinu mínu eru engir ofnar svo við fundum fyrir kuldanum. Já og ég er í sokkum í dag í fyrsta sinn í marga marga mánuði og í peysu og síðbuxum. Reyndar er farið að hitna upp núna svo ég þarf líklega að skipta um fljótlega.

Arinze er næstum því 6 vikna núna. Fyrstu tvær vikurnar hérna heima þyngdist hann ekki alveg nóg en er núna farinn að bæta upp fyrir það. Í síðustu viku þyngdist hann t.d. um rúm 400 grömm og er orðinn 4,6 kg núna. Hann er greinilega að þroskast, hann brosir næstum alltaf til baka til mömmu sinnar og skoðar allt vel og vandlega. Hann er farinn að sofa miklu betur enda með fyllri maga en í byrjun. Honum finnst best að vera í kerrunni og sofnar þar venjulega en vaknar hins vegar alltaf ef hann er skilinn eftir í apótekinu hjá pabba sínum þó það sé ekki nema í smá stund. Ég held að hárið eigi eftir að detta af honum fljótlega. Allavega er það orðið ansi "limp" og meir að segja soldið ljósara í rótina. Ég setti á hann húfu í fyrsta skiptið í gær og hann horfði lengi vel upp í augabrúnirnar eins og hann væri að spá í hvað væri eiginlega þarna á honum. Annars gengur bara mjög vel, við erum svona nokkurn veginn búin að kynnast hvort öðru og koma okkur upp smá rútínu.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?