Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, mars 26, 2006

 

2. mánaða

Í dag er Arinze Tómas orðinn tveggja mánaða. Í dag fékk hann líka blessun í kirkju. Við ætluðum að skíra hann hérna í Cobar en svo var presturinn sem við þekktum færður í annan bæ svo við ákváðum að skíra frekar í Englandi eða á Íslandi næsta sumar. Svo í dag kom biskup í heimsókn hér og við vorum spurð hvort við vildum ekki alla vega fá blessun og úr því varð. Það var mjög notaleg messa (ég er orðin pínu betri í messusiðunum eftir jólamessuna) og biskupinn talaði mjög fallega til Arinze og okkar reyndar líka. Ég var pínulítið stressuð yfir því að Arinze hafði verið að drekka en var ekki búinn að ropa þegar við tókum blessuninni og ég átti alveg eins von á að hann myndi gubba á skrúða biskupsins en sem betur fer slapp það alveg.

Annars erum við búin að eiga mjög notalega helgi. Við misstum af kappreiðunum þar sem Arinze ákvað að sofa lengi yfir miðjan daginn og við vorum ekkert að vekja hann. Fórum þess í stað í smá göngutúr hér við lítið vatn fyrir utan bæinn. Við höfðum aldrei farið þangað áður. Eftir messuna í dag og messukaffið höfum við öll bara lagt okkur og dundað okkur við heimilisverk.
Hérna er mynd frá messunni og svo var ég líka að setja inn fullt af myndum á barnalandssíðuna. Þar er margra mynda sería af Arinze þar sem ég þurfti að taka mynd sem væri hægt að nota í vegabréf. Það gekk vægast sagt illa að fá hann til að horfa beint fram í myndavélina. www.arinze.barnaland.is



Á myndinni eru Tony læknir sem er líka djákni eða eitthvað svoleiðis, Sharon sem var yfirmaður minn og er háttsett í sókninni, biskupinn og náttúrulega við litla fjölskyldan.

Comments:
Annars erum við búin að eiga mjög notalega helgi. Við misstum af kappreiðunum þar sem Arinze ákvað að sofa lengi yfir miðjan daginn og við vorum ekkert að vekja hann. Fórum þess í stað í smá göngutúr hér við lítið vatn fyrir utan bæinn. Við höfðum aldrei farið þangað áður. Eftir messuna í dag og messukaffið höfum við öll bara lagt okkur og dundað okkur við heimilisverk.
waterproof slipcovers
3 seater elastic sofa cover
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?