sunnudagur, febrúar 26, 2006
Mánaðargamall
Jæja, í dag á Arinze sitt fyrsta "afmæli", mánaðargamall kappinn. Mér finnst það hljóti að vera lengri tími liðinn síðan ég stóð í þessum stórræðum. Þessi mánuður hefur liðið frekar hægt enda lengri en aðrir mánuðir telji maður í vökustundum. Það er farið að bera á örlitlum baugum á mömmunni.
Fyrstu vikurnar vildi Arinze ekki sofa mikið á daginn en nú er það orðið mun betra. Þá er hægt að leggja sig með honum og jafnvel þvo þvott og elda mat. Það munar miklu. Hann er ógurlega yndislegur að mati foreldranna sem geta horft á hann endalaust og finnst allt fyndið sem hann gerir. Hann verður til dæmis alveg eins og sjóræningi í framan þegar hann leitar eftir brjóstinu og er þá stundum freistandi að láta hann hafa soldið fyrir því að finna það.
Hann er farinn að brosa til mömmu sinnar. Stundum óviljandi en oftast alveg meðvitað. Ekki reyna að halda öðru fram! Þessi bros koma alltaf þegar hann er búinn að fá að drekka, svona eins og til að segja "takk fyrir matinn, hann var góður".
Arinze finnst voða notalegt að fara út í kerrunni. Það er enn svo heitt að yfirleitt er hann bara á samfellunni. Mér verður oft hugsað heim og verið fegin að þurfa ekki að klæða í allar útiflíkurnar. Eftir að hafa grenjað soldið í fyrstu böðunum þá finnst honum voða notalegt að vera baðaður núna og lygnir þá aftur augunum. Það er ekki alveg eins gaman þegar það á að þurrka kroppinn samt.
Arinze á lítið leikteppi sem hann hefur ekki litið við þangað til í gær. Þá lá hann í lengri tíma og reyndi að ná í það sem hangir niður úr því og hafði gaman af.
Ég setti inn aðeins fleiri myndir á barnalandssíðuna í gær, reyndar ekkert mjög margar.
|
Fyrstu vikurnar vildi Arinze ekki sofa mikið á daginn en nú er það orðið mun betra. Þá er hægt að leggja sig með honum og jafnvel þvo þvott og elda mat. Það munar miklu. Hann er ógurlega yndislegur að mati foreldranna sem geta horft á hann endalaust og finnst allt fyndið sem hann gerir. Hann verður til dæmis alveg eins og sjóræningi í framan þegar hann leitar eftir brjóstinu og er þá stundum freistandi að láta hann hafa soldið fyrir því að finna það.
Hann er farinn að brosa til mömmu sinnar. Stundum óviljandi en oftast alveg meðvitað. Ekki reyna að halda öðru fram! Þessi bros koma alltaf þegar hann er búinn að fá að drekka, svona eins og til að segja "takk fyrir matinn, hann var góður".
Arinze finnst voða notalegt að fara út í kerrunni. Það er enn svo heitt að yfirleitt er hann bara á samfellunni. Mér verður oft hugsað heim og verið fegin að þurfa ekki að klæða í allar útiflíkurnar. Eftir að hafa grenjað soldið í fyrstu böðunum þá finnst honum voða notalegt að vera baðaður núna og lygnir þá aftur augunum. Það er ekki alveg eins gaman þegar það á að þurrka kroppinn samt.
Arinze á lítið leikteppi sem hann hefur ekki litið við þangað til í gær. Þá lá hann í lengri tíma og reyndi að ná í það sem hangir niður úr því og hafði gaman af.
Ég setti inn aðeins fleiri myndir á barnalandssíðuna í gær, reyndar ekkert mjög margar.