mánudagur, febrúar 13, 2006
Hvernig fara konur sem hafa ekki kapalsjónvarp og þ.a.l ekki sjónvarp á daginn að því að gefa brjóst? Ég hefði ekki eirð í mér til þess.
Já og hvernig fer fólk að með tvíbura? Mér finnst nóg að gera hjá mér með eitt stykki. Kannski að nýbakaða móðirin hún Ósk vinkona mín geti svarað því. Hún eignaðist þann 1. febrúar strák og stelpu, til hamingju með það. Reyndar á ég ekki von á því að hún hafi nokkurn tíma til að lesa blogg þessa dagana. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er hægt að gefa tveimur börnum að drekka, skipta á tveimur o.s.frv. En allur pakkinn er kominn ef út í það er farið...
Okezie fór að vinna í dag eftir 3 vikna frí. Við Arinze fórum í tvo göngutúra og kíktum á pabbann í vinnunni svo þeir þyrftu nú ekki að sakna hvors annars. Annars er dagurinn búinn að vera fínn. Minn maður hefur nennt að sofa á milli gjafa og er það gott. Hann svaf eiginlega alla nóttina líka svo ég er úthvíld.
Nú heyri ég í honum vakna svo það er best að fara að opna sjoppuna :)
|
Já og hvernig fer fólk að með tvíbura? Mér finnst nóg að gera hjá mér með eitt stykki. Kannski að nýbakaða móðirin hún Ósk vinkona mín geti svarað því. Hún eignaðist þann 1. febrúar strák og stelpu, til hamingju með það. Reyndar á ég ekki von á því að hún hafi nokkurn tíma til að lesa blogg þessa dagana. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er hægt að gefa tveimur börnum að drekka, skipta á tveimur o.s.frv. En allur pakkinn er kominn ef út í það er farið...
Okezie fór að vinna í dag eftir 3 vikna frí. Við Arinze fórum í tvo göngutúra og kíktum á pabbann í vinnunni svo þeir þyrftu nú ekki að sakna hvors annars. Annars er dagurinn búinn að vera fínn. Minn maður hefur nennt að sofa á milli gjafa og er það gott. Hann svaf eiginlega alla nóttina líka svo ég er úthvíld.
Nú heyri ég í honum vakna svo það er best að fara að opna sjoppuna :)