Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

 
Ég má til með að deila með ykkur tveimur gamansögum úr lífi nýbakaðra foreldra. Þær eiga það sameiginlegt að gerast báðar um nótt eða snemmmorguns og segja frá okkur svefnrugluðum. Þannig er að Arinze fær oftast að koma upp í eftir seinni gjöf á nóttunni, aðallega vegna þess að ég er svo syfjuð að ég meika ekki að sitja við gjöfina. Við liggjum sem sagt saman, ég dotta og Arinze drekkur. Þunnt er móðureyrað og allt það en það er ekki hægt að segja það sama um föðureyrað sem sefur á sínu græna og tekur yfirleitt ekki eftir því þegar erfinginn er kominn upp í. Til að pabbinn kremji nú ekki ungann er ég ansi góð í að verja hann þó ég sé sofandi. Eina nóttina fannst mér Okezie koma eitthvað of nálægt okkur Arinze svo ég ýtti honum í burtu og segi honum að hann sé að leggjast ofan á Arinze. Þegar hann svaraði einhverju til baka vaknaði ég og sá þá að ég hélt utan um koddann hans Okezie með annarri og notaði hina til að verja hann þennan sama kodda svona svakalega vel fyrir Okezie.

Í hitt skiptið þá var ég reyndar vakandi enda klukkan um 7 og Arinze var að drekka. Ég hafði sett vekjaraklukkuna á milli okkar til að vita hvað tímanum leið þar sem ég missi algjörlega tímaskynið við gjöf. Okezie opnaði annað augað til hálfs og sá Arinze í rúminu, lyfti sér aðeins upp og smellti kossi á vekjaraklukkuna. Svipurinn á honum var óborganlegur þegar hann áttaði sig á því að hann hafði tekið feil á klukkunni sem þó er svört og kollinum á drengnum.

Hvenær fáum við aftur ótruflaðan svefn?

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?