Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, febrúar 18, 2006

 
Fyrir akkúrat 5 árum fór ég á djamm með Þjóðverja, Ástrala og tveimur Bretum. Þetta var í Manchester en þar var ég búin að vera í 3 vikur sem Erasmusnemi. Ég lofaði mömmu og Möttu að eignast ekki kærasta og hélt ég að það væri auðvelt að standa við. Á þessu djammi hitti ég ungan pilt sem sannfærði mig um að hann væri góður strákur og ég hélt að það væri nú allt í lagi að eiga smá fling með honum. Það myndi bara gera þessa námsferð skemmtilegri og kannski líka eftirminnilegri. Þetta fling átti náttúrulega alls ekki að endast enda var ég samviskusamlega búin að gefa umrætt loforð og auk þess var hann soldið yngri en ég líka. Ungi pilturinn var að sjálfsögðu hann Okezie minn og nú erum við búin að vera saman í 5 ár, barnið komið og húsið á leiðinni. Tíminn hefur bæði liðið hægt og hratt. Það virðist vera óratími síðan við hittumst fyrst en samt svo stutt síðan. Við gerðum ekkert til að halda upp á þennan merkisatburð nema að klára valmöppuna fyrir húsið okkar og telja soninn á að fara að sofa. Skál fyrir því.

Comments:
Það er naumast... fimm ár eru langur tími....Þann 13. febrúar voru átta ár síðan ég hitti Gunnstein fyrst. Það var föstudagur..... Segið svo að föstudagurinn þrettándi sé óhappadagur.... Eygló.
 
það er óhappadagur
 
djók
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?