Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

 

Skammdegi í Cobar

Það var yndislegt sólarleysi hér frameftir degi. Ég naut þess í botn að kúra mig undir sæng og horfa á sjónvarpið í íslensku skammdegisrökkri um hádegisbilið og lét þrumur ekki hræða mig. Meir að segja ljósið blikkaði nokkrum sinnum í baráttunni við rafmagnið eða skortinn á því altsvo. Svo rigndi eins og hellt væri úr fötu og úti er ilmandi gróðurlykt í stað eyðimerkurhitasvækjunnar. Hitastigið fór ekki einu sinni yfir 30 stig og ég hefði farið í síðbuxur ef ég bara passaði í svoleiðis lengur.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?