Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

 
Á nýársdag fannst ungur strákur meðvitundarlaus fyrir utan húsið sitt hér í Cobar. Hann hafði farið út að skokka (í 44 stiga hita!) og sá sem kom að honum hélt að yfir hann hefði liðið af vökvaskorti. Hann var náttúrulega sendur upp á spítala þar sem hann dó. Í ljós kom að hann hafði verið bitinn af snáki þannig að meðferð við vökvaskorti dugði skammt. Hann hafði reynt að skríða heim ´til sín svo hann hlýtur að hafa verið mjög kvalinn áður en hann dó. Finnst ykkur þetta ekki óhugnanlegt?

Hér verða mánuðir að vikum og vikur að dögum fyrr en varir. Ég á núna bara eftir að vinna í viku og er á fullu að kenna arftaka mínum í vinnunni tökin. Það mun taka tvær vikur. Ég fékk tvo daga, með viku millibili, í þjálfun þegar ég byrjaði. Í gær var önnur babyshower fyrir mig. Í þetta sinn voru það vistmennirnir og sjálfboðaliðarnir sem héldu það. Gjafirnar voru nú ekki eins margar og í fyrri "barnasturtunni" en ég átti frekar bágt með mig þetta var svo sætt. Þetta var á sama tíma og formlega afmælispartýið fyrir eina konuna. Hún varð 105 ára þann 1. janúar og á því fæðingardaginn 01.01.01. Bæjarstjórinn kom og afhenti blóm, hún fékk bréf frá Elísabetu Englandsdrottningu, John Howard forsetisráðherra og þingamanninum. Ljósmyndari frá bæjarblaðinu tók líka myndir af henni og mér líka með vistmönnum. Vonandi kemur það nú ekki í blaðinu.

Helgin verður notuð í að leggja lokahönd á undirbúning. Við bregðum okkur meðal annars í bæjarferð á sunnudaginn til að kaupa kerru og fleira. Það er allt að verða tilbúið.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?