Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

 
Nú er ég held ég alveg tilbúin. Við fórum til Dubbo um helgina og keyptum kerru, bað og dýnu í vögguna ásamt fleiru. Svo er ég búin undirbúa eitt herbergi undir barnadót. Við fórum líka í smá kynningarferð um fæðingardeildina svo nú má afkvæmið koma. Ég er reyndar enn að vinna, síðasti dagurinn er á föstudaginn og svo fer ég líklega í næstu viku í nokkra tíma kannski tvo daga að hjálpa til. Öll síðasta vika fór í þjálfun konunnar sem tekur við af mér og sú þjálfun stendur enn yfir.

Ég á örugglega eftir að sakna vinnunnar soldið. Reyndar ekki vinnunnar sjálfrar heldur starfsfólksins sem hefur tekið mér mjög vel og er mjög vinsamlegt að öllu leyti. Ég verð reyndar líka fegin að hætta þar sem ég er mjög þreytt þegar ég kem heim á kvöldin og hitinn fer ekkert vel í mig. Það verður gott að fá nokkra daga í afslöppun og jafnvel að maður skelli sér í sund þá. Reyndar væri það svo sem vel þegið að komast bara af stað í næstu viku, ég get varla beðið eftir að fá ungann í hendurnar (og þar með losna við bumbuna og bakverkinn). Ég er búin að stofna barnalandssíðu eins og allir samviskusamir íslenskir foreldrar og læt ykkur vita slóðina þegar unginn er fæddur og eitthvað er á síðunni.

Í vinnunni hefur verið opnaður veðbanki til að veðja á hvaða dag drengurinn mætir á svæðið. Áætlaður dagur skv. sónar er 23. janúar, eruð þið með einhverjar tillögur?

Comments:
ég á afmæli 31. jan og það er góður dagur. Þú getur nú alveg haldið í þér þangað til. hehehe
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?