Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, janúar 30, 2006

 

Komin heim

Þarf maður að afsaka bloggleti ef maður hefur góða ástæðu fyrir fjarveru frá tölvu? Nei, held ekki. Eins og stóra systir upplýsti í kommenti hér að neðan þá fæddist frumburðurinn, Arinze Tómas Nzeakor, 26. janúar 2006. Hann var 3900 grömm (næstum 16 merkur, 8pund og 10 únsur). Það fóru nokkrir fram á að fá hann í afmælisgjöf en eftir því sem ég best veit þá stóðum við ekki við það. Nema þá er hann kannski hálfpartinn afmælisgjöf til Bibbu frænku því þegar hann fæddist hér klukkan rúmlega 9 um morgun þá var klukkan 10 að kvöldi 25. jan heima á Íslandi. Ragga Sveins hafði farið fram á að hann fæddist 27. á hennar afmælisdegi sem var bara sanngjörn ósk þar sem hún átti sinn frumburð á mínu afmæli en þetta var ekki í mínum höndum...

Bara svona rétt á meðan ég man ennþá hvað fæðingin var ótrúlega sársaukafull þá vil ég bara vara þær sem hafa ekki lagt í þetta enn við. Arinze Tómas var ´posterior´og eftir hetjulegar ýtingar með örlítilli hjálp frá gasi þá fylltist herbergið af læknum og hjúkrunarfólki sem tók hann út með sogklukku (ekki töngum eins og ég sagði Eyglósunni fyrst). Svo var klippt og skorið (kannski örlitlar ýkjur) og ég held ég viti núna hvering það er að fá spark frá fótboltamanni í támjóum skóm upp í óæðri endann. En nú er ég kannski búin að vera hæfilega ruddaleg í frásögn. Þetta er svo líka allt að gleymast núna og hér að neðan fáið þið að sjá myndir af litla stráknum mínum sem mér finnst svo yndislegur.



Fyrsta baðið á sjúkrahúsinu.

Lubbalíus alveg undrandi á þessu öllu saman! Hér eru börn reifuð í teppi og engar sængur notaðar. Þetta á að gera börn rólegri þar sem þau eru vön því að hafa lítið pláss og vekja sig ekki með höndunum.

Frekar þreytuleg mamman.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?