mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir gamla árið.
2005 var gott ár fyrir okkur og viðburðaríkt og það lítur út fyrir að 2006 verði enn viðburðaríkara. Áramótin sjálf voru ekkert sérlega ánægjuleg reyndar þó ég væri í fríi frá föstudegi til mánudags. Bæði gamlársdagur og nýársdagur voru heitustu dagarnir til þessa og legg ég til og mæli um að Cobar taki við af Dimmuborgum (eða Heklu) sem inngangur helvítis. Hitinn fór upp í 45 gráður og var bara óbærilegur. Báða dagana flúðum við heimilið og drápum tímann í apótekinu þar sem loftkælingin er mun betri þar en hér. Reyndar komumst við að því seinni daginn að líklega er betra að slökkva á kerfinu eftir að hitinn fer yfir 40 gráður. Það er erfitt að lýsa svona hita. Allt verður einhvern veginn heitt. Sápan í sturtunni, veggirnir, klósettsetan og meir að segja kalda vatnið í krananum. Ég fór í 3 sturtur yfir miðjan daginn og píndi mig líka til að leggja mig til að láta tímann líða hraðar. Þegar ég vaknaði og var næstum farin að grenja (í alvöru) þá fórum við í apótekið og vorum í tölvunum þar og tókum reyndar líka með okkur bækur til að lesa. Það er svo skrýtið að þegar sólin er sest og myrkur úti þá kólnar næstum ekki neitt, klukkan 9 í gærkvöldi var enn 40 gráðu hiti. Þetta er náttúrulega bara rugl. Við erum búin að drekka endalaust þessa helgi. Drukkum til dæmis djús úr 3 lítrum af mixi, 2 lítra af appelsínusafa, 2 lítra af kóki, 1 lítra af sódavatni, mjólk og fleira. Svo þarf ekki einu sinni að pissa þessu. Þetta voru ekki réttu dagarnir til að vera heima í fríi, það get ég sagt ykkur. Nú ár reyndar að vera kaldara í vikunni, bara fara upp í 39 gráður og það er alveg viðráðanlegt.
Við teljum nú niður vikurnar, bara 3 vikur í áætlaðan fæðingardag og ég ætla að vinna næstu 2 vikurnar. Ég er orðin frekar stirð og þung á mér og hlakka til að ljúka þessu af. Ég vona bara að það verði ekki fleiri svona heitir dagar því þeir gera mér engan greiða! Vona að þið öll hafið átt ánægjulegri áramót en við...
2005 var gott ár fyrir okkur og viðburðaríkt og það lítur út fyrir að 2006 verði enn viðburðaríkara. Áramótin sjálf voru ekkert sérlega ánægjuleg reyndar þó ég væri í fríi frá föstudegi til mánudags. Bæði gamlársdagur og nýársdagur voru heitustu dagarnir til þessa og legg ég til og mæli um að Cobar taki við af Dimmuborgum (eða Heklu) sem inngangur helvítis. Hitinn fór upp í 45 gráður og var bara óbærilegur. Báða dagana flúðum við heimilið og drápum tímann í apótekinu þar sem loftkælingin er mun betri þar en hér. Reyndar komumst við að því seinni daginn að líklega er betra að slökkva á kerfinu eftir að hitinn fer yfir 40 gráður. Það er erfitt að lýsa svona hita. Allt verður einhvern veginn heitt. Sápan í sturtunni, veggirnir, klósettsetan og meir að segja kalda vatnið í krananum. Ég fór í 3 sturtur yfir miðjan daginn og píndi mig líka til að leggja mig til að láta tímann líða hraðar. Þegar ég vaknaði og var næstum farin að grenja (í alvöru) þá fórum við í apótekið og vorum í tölvunum þar og tókum reyndar líka með okkur bækur til að lesa. Það er svo skrýtið að þegar sólin er sest og myrkur úti þá kólnar næstum ekki neitt, klukkan 9 í gærkvöldi var enn 40 gráðu hiti. Þetta er náttúrulega bara rugl. Við erum búin að drekka endalaust þessa helgi. Drukkum til dæmis djús úr 3 lítrum af mixi, 2 lítra af appelsínusafa, 2 lítra af kóki, 1 lítra af sódavatni, mjólk og fleira. Svo þarf ekki einu sinni að pissa þessu. Þetta voru ekki réttu dagarnir til að vera heima í fríi, það get ég sagt ykkur. Nú ár reyndar að vera kaldara í vikunni, bara fara upp í 39 gráður og það er alveg viðráðanlegt.
Við teljum nú niður vikurnar, bara 3 vikur í áætlaðan fæðingardag og ég ætla að vinna næstu 2 vikurnar. Ég er orðin frekar stirð og þung á mér og hlakka til að ljúka þessu af. Ég vona bara að það verði ekki fleiri svona heitir dagar því þeir gera mér engan greiða! Vona að þið öll hafið átt ánægjulegri áramót en við...
Comments:
<< Home
|
það er náttlega ekki gott að vera með hellisbúa sem er sjálfvirkur hitastillir í svona tíðarfari. Við hjer í Reykjavíkurhreppi kvörtum ekki yfir hitastiginu þessa dagana, frekar að myrkrið sem grúfir yfir í snjóleysinu plagi okkur! Annars tíðin nokkuð góð og gæftir góðar til sjós og lands.
Nýárskveðjur Eyrún
Skrifa ummæli
Nýárskveðjur Eyrún
<< Home