Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

 
Í dag var loksins sett upp auka loftkæling í húsinu okkar. Það hefur staðið til nokkuð lengi og vorum við í raun búin að gefa upp alla von. Einn eigenda apóteksins er hérna núna að vinna fyrir Okezie og var hann hér í húsinu meðan við vorum í burtu og hefur líklega séð sjálfur að þetta gekk náttúrulega ekki. Nú er því ekkert mál að lifa af 40+ stiga hita. Reyndar ræður kælingin bara við stofuna og kannski tölvuherbergið svo við höfum bara lokað á milli herbergja og gamla loftkælingin "sér um" afganginn af húsinu. Ég get ekki lýst hvað þetta er mikill munur. Það var nógu heitt venjulega en enn verra að gefa unganum að drekka og við svitnuðum svo mikið. Þetta er allt miklu betra núna.

Annars er það að frétta af Arinze að hann svaf vært fyrstu nóttina heima hjá sér. Pabbinn vaknaði hins vegar við minnsta hljóð og er hann vanur að rumska aldrei við neitt. Í dag fórum við svo með Arinze á vinnustaði okkar beggja og stóð hann sig eins og hetja við það verk.

Takk öllsömul fyrir hamingjuóskir og kveðjur. Verst að maður getur ekki skroppið með hann í sýningarferð en ég lofa að vera dugleg að setja myndir inn á barnalandið.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?