Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, desember 23, 2005

 

Þetta er ekki hægt!

Hitinn fór í 45 gráður í dag. Loftkælingin gekk í húsinu mínu í allan dag en þó var ólíft þar inni eftir vinnu. Ég fór í kalda sturtu og ætlaði ekki að hafa mig úr henni. Þurfti ekki einu sinni að þurrka mér, hitinn sá um það. Ég komst að því að það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að kæla sig lengi með því að drekka vatn og borða ís og klaka. Eftir það gripum við til úrþrifaráða, fórum í bíltúr. Það virkaði ansi vel, loftkælingin er betri í bílnum en húsinu. Kannski að ég eigi eftir að skella bílnum bara í gang og loftkælingunni með og sitja svo bara fyrir utan húsið. Sem betur fer á ekki að vera eins heitt næstu tvo daga. Þetta er einfaldlega ekki hægt!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?