Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, desember 08, 2005

 

Cobarians, það erum við...

Ég er ekki frá því að aðlögunarhæfni okkar Okezie sé aðeins of góð. Í gærkvöldi fannst okkur við vera orðin innvígð þar sem við fórum á danssýningu kallaða 'Sound of Music - Cobar Style'. Þar sátum við í 3 tíma og horfðum á þorpsbúa syngja og dansa að því virtist endalaust. Þarna var kona sem við þekkjum og krakkarnir hennar en að auki þekktum við svona þriðjung áhorfenda. Okezie þekkir reyndar alla yfir 60 ára með nafni. Í kvöld fórum við svo á aðal barinn hérna. Eigandinn var að selja og þurfti að klára vissan leik áður en skiptin verða. Leikurinn er þannig að í hverri viku selja þeir miða og sá sem er dreginn út fær að velja eitt spil af vegg í þeirri von að finna jókerinn. Sá sem fær jókerinn vinnur peningaupphæð. Það er bara eitt spil valið í hverri viku og hækkar því potturinn alltaf um 1000 dollara (50 000) þegar jókerinn finnst ekki. Potturinn var kominn upp í 17 000 dollara eða um 850 000 og í kvöld var dregið þangað til jókerinn fannst. Fólk stóð fyrir utan þar sem ekki komust allir inn. Þetta tók alltof langan tíma og auðvitað unnum við ekki neitt frekar en fyrri daginn.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?