laugardagur, október 15, 2005
Durex
Í vikunni var þjálfun í viðbrögðum við eldi í vinnunni sem ég skipulagði. Kallinn sem sá um þjálfunina er eldri maður, gráhærður og virðulegur. Hann var á fullu við að setja upp spjöld og þess háttar þegar hann vatt sér að mér og spurði: "You don´t have some Durex for me, do you?". Ég missti gjörsamlega andlitið og starði á manninn í panikki. "Hvað er kallinn að spyrja mig að því" var það eina sem komst að í huga mér. Það er bara einn hlutur sem ég veit um sem er kallaður Durex og það lítur svo sannarlega ekki út fyrir að ég gangi með birgðir á mér þessa stundina. Þess vegna létti mér mikið þegar ein samstarfskona mín, sem sá svipinn á mér, sagði að það væri límband. Ég á einmitt birgðir af því og gat því hjálpað manngreyinu sem var alls ekkert svo perralegur lengur.
|