Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, október 29, 2005

 

Dýralífið

Hvort mynduð þið vilja hafa svona "bogeye"
Eða svona venjulegan snák í garðinum hjá ykkur?

Flestir hér í Cobar myndu frekar vilja Bogeye og þeir halda víst snákum í burtu. Ég vil hins vegar frekar bara trúa því að hvorugt kvikindanna sjái ástæðu til að heilsa upp á mig og minn garð. Reyndar segja margir að ég búi nógu inni í bænum til að eiga ekki von á þeim meðan aðrir hafa náttúrulega hryllingssögur í tonnatali. Ég get hinsvegar ekki ímyndað mér hvað ég myndi gera. Kannski bara fara að gráta. Þá er mér líka sagt að ég eigi frekar von á að "njóta nærveru" þessara kvikinda á leiðinni í vinnuna. Það er hins vegar allt í lagi þar sem ég má ekkert vera að því að taka eftir þeim þar sem ég er yfirleitt of "busy" við að slá af mér flugurnar, hrækja og snýta þeim úr nefinu á mér eins og versti fótaboltamaður svo ég tali ekki um að hafa auga með lausum hundum. Skjórinn er aftur á móti búinn að klekja út sínum eggjum og geðveikinni er þar með lokið á þeim bænum. Var einhver að tala um að koma í heimsókn???

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?