laugardagur, október 08, 2005
Aftur komin helgi
og bloggæðið mitt entist ekki lengi. Vikan er búin að vera fín, nóg að gera. Enn einn úr vinnunni dáinn, ekki koma samt með neinar samsæriskenningar. Þessi maður var svo einn í heiminum og ég er búin að pæla slatta í mikilvægi fjölskyldunnar þessa vikuna. Maðurinn var áttatíuogeitthvað ára en hafði bara verið hér í Cobar síðustu 15 árin eða svo. Það var tuttugu manns í jarðarförinni hans og allir héðan. Hann var hermaður en vildi ekki mikið tala um stríðið, eiginlega ekki neitt. Hann giftist aldrei og átti engin börn og engin systkini. Mér hefur verið hugsað til allra þeirra sem finnst þeir ekki þurfa á fjölskyldu að halda. Eignast kannski maka en vilja ekki eignast börn. Nú er líf þeirra eflaust hlaðið merkingu og fullt að gera en verður þessu fólki aldrei hugsað til hvað verður þegar það er orðið gamalt og makinn dáinn. Það eru nokkrir á elliheimilinu sem eru algjörir einstæðingar og mér finnst það bara svo sorglegt. En svo má náttúrulega segja að margir eiga börn sem hugsa ekkert um foreldra sína í ellinni. Nóg um þetta.
Nú er hitaaðlögunin komin á fullt. Hitinn fór nokkrum sinnum yfir 30 stigin í vikunni. Samt fann ég ekkert mikið fyrir því enda labba ég í vinnuna að morgni og aftur heim um eftirmiðdaginn. Þetta er að því leyti öðru vísi en þegar maður er einhvers staðar í fríi og þá úti yfir heitasta tímann.
Nú var ég trufluð í miðju bloggi svo ég er búin að týna þræðinum soldið... Jordan, 11 ára sonur samstarfskonu Okezie kom hingað og er nú að slá garðinn. Ég minnist þess ekki að hafa fengið að koma við sláttuvélina hans pabba og mér finnst svona á mörkunum að 11 ára gutti eigi að vera að gera þetta. En hann hefur víst nokkra reynslu og sló garðinn hér áður en við komum. Mér skilst reyndar að síðan þá höfum við staðið í vegi fyrir því að hann gæti keypt sér rúgbyskyrtuna sem hann langaði í. Ég vona bara að hann fari ekki að stinga puttunum inn í vélina.
Já nú man ég. Ég ætlaði að segja ykkur frá gærkvöldinu. Sjálfboðaliðavinnan í vinnunni er alltaf á fullu og í gærkvöldi var Quiz night. Nokkrar konur voru búnar að semja spurningar, svo seldum við lottó og ýmsa aðra leiki. Höfðum t.d. ´þónokkuð upp úr "toss the coin" en þá átti fólk að henda gullpeningum, $1 eða $2 að viskíflösku og sá sem var næst flöskunni vann hana. Eins og ég hef áður sagt þá eru Ástralir ótrúlegir í öllum sínum fjáröflunum.
Í kvöld stendur svo til að fara á uppskeruhátíð rúgbýklúbbsins hans Okezie. Það er máltíð og nærvera eins landsliðsmanns í boði. Það ætti að verða gott kvöld og óvenju klassi yfir því þar sem spariföt eru skilyrði. Ástralir eru ekkert sérlega mikið fyrir að klæða sig upp, alla vega ekki Cobarbúar. Kannski ég segi ykkur meira frá því á morgun. Ætla að skella í muffins fyrir Jordan litla vinnumanninn minn...
|
Nú er hitaaðlögunin komin á fullt. Hitinn fór nokkrum sinnum yfir 30 stigin í vikunni. Samt fann ég ekkert mikið fyrir því enda labba ég í vinnuna að morgni og aftur heim um eftirmiðdaginn. Þetta er að því leyti öðru vísi en þegar maður er einhvers staðar í fríi og þá úti yfir heitasta tímann.
Nú var ég trufluð í miðju bloggi svo ég er búin að týna þræðinum soldið... Jordan, 11 ára sonur samstarfskonu Okezie kom hingað og er nú að slá garðinn. Ég minnist þess ekki að hafa fengið að koma við sláttuvélina hans pabba og mér finnst svona á mörkunum að 11 ára gutti eigi að vera að gera þetta. En hann hefur víst nokkra reynslu og sló garðinn hér áður en við komum. Mér skilst reyndar að síðan þá höfum við staðið í vegi fyrir því að hann gæti keypt sér rúgbyskyrtuna sem hann langaði í. Ég vona bara að hann fari ekki að stinga puttunum inn í vélina.
Já nú man ég. Ég ætlaði að segja ykkur frá gærkvöldinu. Sjálfboðaliðavinnan í vinnunni er alltaf á fullu og í gærkvöldi var Quiz night. Nokkrar konur voru búnar að semja spurningar, svo seldum við lottó og ýmsa aðra leiki. Höfðum t.d. ´þónokkuð upp úr "toss the coin" en þá átti fólk að henda gullpeningum, $1 eða $2 að viskíflösku og sá sem var næst flöskunni vann hana. Eins og ég hef áður sagt þá eru Ástralir ótrúlegir í öllum sínum fjáröflunum.
Í kvöld stendur svo til að fara á uppskeruhátíð rúgbýklúbbsins hans Okezie. Það er máltíð og nærvera eins landsliðsmanns í boði. Það ætti að verða gott kvöld og óvenju klassi yfir því þar sem spariföt eru skilyrði. Ástralir eru ekkert sérlega mikið fyrir að klæða sig upp, alla vega ekki Cobarbúar. Kannski ég segi ykkur meira frá því á morgun. Ætla að skella í muffins fyrir Jordan litla vinnumanninn minn...