laugardagur, september 10, 2005
Það var eins og við manninn mælt...
...að það byrjaði að rigna um leið og ég var búin að hengja síðasta sokkinn upp á snúru. Reyndar hafði gengið á með skúrum síðan seint í gær og í nótt vaknaði ég nokkrum sinnum upp við þrumurnar. En ég hengdi ekki þvottinn út fyrr en að vel athugu máli, léttskýjað og þau bara ljós grá, nokkur vindur og hitinn eins og í AEG þurrkara. Hvaðan þessi rigning kom veit ég ekki.
|