laugardagur, september 03, 2005
Tímarnir breytast...
Já nú á hann Pálmi "litli" frændi minn afmæli. Hann er jú 6 vikum yngri en ég svo hann verður alltaf litli frændi. Til hamingju með daginn gamli minn. Við Pálmi erum eiginlega stjúpsystkin þar sem við ólumst saman upp til tvítugs. Vorum saman í bekk á Tanganum og fórum svo saman í ML. Þegar ég hugsa til Sigríðar bróðurdóttur minnar sem var að byrja alein í menntó núna þá man ég hvað það var gott að hafa Pálma með mér á Laugarvatni. Við Pálmi verðum sko alltaf bestu vinir þó við hittumst nú ekki oft.
Mér skilst að Pálmi og félagar hans séu með "íslenskt dagsverk" í dag. Það er hefð sem þeir félagar hafa staðið fyrir síðan í 4. bekk í ML að ég held. Einhvern veginn held ég að samkoman í ár verði ekki eins skrautleg og oft áður enda eru þetta flest allir orðnir ráðsettir menn og margra barna feður (alla vega samanlagt) og golfáhugamenn upp til hópa. Jú þroskinn hefur komið með aldrinum og finnst mér ólíklegt að þá megi finna berstrípaða á Laugardagsvellinum í þetta skiptið. Ef fólk vill giska á hvað verður aðal skandall dagsins hjá þeim í kommentakerfinu mínu þá er það frjálst. Ég held ég veðji á að einhver rífi ullarfrakkann sinn eða álíka spennandi. Ekki að ég hafi ekkert álit á ykkur strákar mínir - skemmtanalífið hjá ykkur má líklega bara muna sinn fífil fegurri.
Ekki að ég stæri mig af djammsögum enda ákaflega siðprúð "amma". Kannski að við séum bara öll orðin hálf kvótalaus. Kannski að kapparnir komi manni á óvart og maður geti lesið af afrekum þeirra í lögregluskýrslum helgarinnar.
Vinnuvikan var mjög góð og við vorum bæði fegin að vera aftur komin í rútínuna. Hins vegar er ekkert alltof skemmtilegt að það rignir hér, sem gerist bara þegar ég þarf að standa í stórþvottum. En það er svona, hef þá bara góða og gilda ástæðu til að gera nákvæmlega ekki neitt.
|
Mér skilst að Pálmi og félagar hans séu með "íslenskt dagsverk" í dag. Það er hefð sem þeir félagar hafa staðið fyrir síðan í 4. bekk í ML að ég held. Einhvern veginn held ég að samkoman í ár verði ekki eins skrautleg og oft áður enda eru þetta flest allir orðnir ráðsettir menn og margra barna feður (alla vega samanlagt) og golfáhugamenn upp til hópa. Jú þroskinn hefur komið með aldrinum og finnst mér ólíklegt að þá megi finna berstrípaða á Laugardagsvellinum í þetta skiptið. Ef fólk vill giska á hvað verður aðal skandall dagsins hjá þeim í kommentakerfinu mínu þá er það frjálst. Ég held ég veðji á að einhver rífi ullarfrakkann sinn eða álíka spennandi. Ekki að ég hafi ekkert álit á ykkur strákar mínir - skemmtanalífið hjá ykkur má líklega bara muna sinn fífil fegurri.
Ekki að ég stæri mig af djammsögum enda ákaflega siðprúð "amma". Kannski að við séum bara öll orðin hálf kvótalaus. Kannski að kapparnir komi manni á óvart og maður geti lesið af afrekum þeirra í lögregluskýrslum helgarinnar.
Vinnuvikan var mjög góð og við vorum bæði fegin að vera aftur komin í rútínuna. Hins vegar er ekkert alltof skemmtilegt að það rignir hér, sem gerist bara þegar ég þarf að standa í stórþvottum. En það er svona, hef þá bara góða og gilda ástæðu til að gera nákvæmlega ekki neitt.