Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, september 24, 2005

 
Ástralir, eins og aðrir íbúar þessa heims, kvarta sáran yfir háu olíuverði. Nú kostar líterinn af bensíni $1,20 að ég held (hef aldrei tekið bensín hér) og er það u.þ.b. 60 krónur íslenskar. Hvað kostar líterinn á Íslandinu? Reyndar þurfa Ástralir oft að keyra lengri vegalengdir en venjulegt (!) fólk, munar ekki um að keyra 11 tíma á dag, skiptast bara á. Ég ætla hins vegar aldrei að gera það, finnst 3 tímar algjört max á einum degi.

Vorið er komið. Alla vega var 30 stiga hiti í gær. Það kallast samt alls ekki sumar hér, það eru enn 12-20 gráður í viðbót við 30 stigin til að það kallist sumar. Úff, ég bíð ekkert sérlega spennt eftir að upplifa 48 gráður. Flugurnar aukast í einhverju hlutfalli við hækkandi hita, ég ætla að leita að höttum með neti fyrir okkur skötuhjú. Ef ég finn það ekki þá ætla ég að útbúa e-k hármottu til að stinga upp í nef svo það verði aðeins erfiðara inngöngu fyrir flugur.

Um helgina skal bara slappað af. Kannski að reita aðeins úr beðum, þvo þvott og versla í matinn en ætli það verði ekki bara það eina. Svo ætla ég á bókasafnið og sitja úti í garði, með sólarvörn, og lesa eitthvað skemmtilegt. Ágætis plan ekki satt?

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?