Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, september 10, 2005

 

Sorrý - meir af veðri

því nú geisar hér sannkallað þrumuveður. Það er sama út um hvaða glugga ég lít, ég get bókað eldingu á svona 10 sekúndna fresti. Er meir að segja orðin pínu hrædd. Gervihnötturinn er dottinn út og venjulegt sjónvarp datt út líka í smá stund. Ég bíð eftir að rafmagnið fari af (er með vasaljós við höndina) og er með mestar áhyggjur af laugardagssteikinni í ofninum. Reyndar er laugardagssteikin bara fiskstautur, vorrúlla og franskar en það er sama, ég er svöng. Og smá hrædd. En þetta gengur vonandi yfir - nema þá að syndaflóð hafi skollið á. Ef kallið kemur og ég verð beðin um að taka tvö af hverri tegund með mér þá ætla ég óvart að gleyma köngulóm, kakkalökkum og húsaflugum.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?