Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, september 28, 2005

 

Smábærinn

Cobar er stundum svo skemmtilega mikill smábær. Í dag fékk ég pakka frá mömmu og systrum mínum (takk kærlega fyrir, allt passaði og mér líkar vel við - velheppnað!). Þar sem við vorum ekki heima þegar póstberinn kom þá tók hún bara pakkann í apótekið og lét Okezie fá hann. Samt var pakkinn náttúrulega stílaður á mig og við þekkjum póstberann ekki neitt. Og hér býr yfir fimm þúsund manns. Mér finnst þetta bara soldið ótrúlegt.

Comments:
hæ skvísa

mér finnst þetta sætt, svona smábæjarfílingur ;) elska hann enda smábæjingur í mér.

og jú jú ég trúi alveg að þú hafir verið stríðin í æsku...múhahaha

ef þú sérð "skippý" (áströlsk AFS skiptinemi sem var með mér í 10 bekk, man ekki hvað hún hét...hún var alltaf bara kölluð skippý) þá bið ég að heilsa :)

lúvvvv -hlé
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?