Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, september 30, 2005

 

Föstudagur til frís?

Dagurinn byrjaði svona einstaklega vel. Í sturtunni fattaði ég nefnilega að það var kominn föstudagur en ekki fimmtudagur eins og ég hafði staðið í trú um. Alltaf gleðilegt að græða dag! Ekki nóg með það heldur er Labour Day á mánudaginn svo helgin er löng.

Af skjósmálinu er það að frétta að hann lét ekki derhúfu án augna blekkja sig og bjóst til árásar aftur. Hins vegar er skjórinn svo ragur að hann ræðst ekki á fólk nema það sjái hann ekki. Ég sá hann í tíma svo hann sneri við, settist á grein og sneri sér undan. Einmitt eins og ég félli fyrir því...nunnunu ekki nú aldeilis, ég leit ekki af honum nema rétt til að vera viss um að ég væri ekki að labba á neitt og hann lét aftur til skarar skríða. Svona gekk þetta þrisvar sinnum og ég vann í öll skiptin. Svo fékk ég far heim úr vinnunni... Kann annars einhver að fallbeygja orðið skjór? Fleirtalan er mér algjörlega hulin svo ég tel mig heppna að hafa bara orðið fyrir árás eins skjós. Hef fulla trú á Héðni sem finnur alltaf á íslenskunni svar.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?