sunnudagur, september 04, 2005
Fólk
Ég er alltaf að sannfærast meira og meira um að fólk sé alls staðar eins. Alla vega eiga allir sér að minnsta kosti tvífara. Ég er til dæmis búin að sjá tvífara Drafnar Freys á skyndihjálparnámskeiði hér í Cobar fyrir nokkrum mánuðum. Hún var mjög lík henni, bar sig einhvern veginn eins og sat meir að segja hjá strákunum. Ég hef ekki tölu á hve oft ég sé einhvern og hugsa: "Nei, er þetta ekki....nei hún er í Englandi/á Íslandi". Á ferðalaginu um daginn þá var tælenskur lyftuvörður voðalega eitthvað líkur yngsta bróður Okezie, ég sá kínverskan Gunnstein í Singapore og það sem toppaði allt saman og sannar að mínu mati að fólk sé alls staðar eins var að ég sá tvífara Sigga í sjoppunni. Sá var trúlega af indverskum uppruna. Ef manni dettur Siggi í sjoppunni í hug í búðarferðum í Singapore eftir að hafa hvorki séð né heyrt af manninum í mörg mörg ár og jafnvel fyrir utan það að þekkja manninn svo sem ekki neitt þá hlytur þetta að sanna mál mitt.
Annars finnst mér alltaf áhugavert að sjá hvernig fólk skilgreinir sjálft sig og aðra. Ég var til dæmis frekar rugluð í ríminu fyrst þegar ég var í Englandi og fólk talaði um Asians. Þar eru Asians nefnilega bara fólk frá Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Allir aðrir sem koma frá Asíu eru "Chinese". Það skiptir þá engu máli hvort það eru Kóreubúar, Kínverjar eða Víetnamar. Gæti reyndar verið að Japanir flokkist sér, er ekki viss um það.
Ég er ekki enn búin að venjast því að ókunnugir heilsi Okezie út á götu í hvaða landi sem er bara af því að þeir eru líka svartir. Ég spurði alltaf hver þetta væri nú í fyrstu en fékk alltaf sama svarið: "I don´t know". Núna veit ég náttúrulega alveg að þetta eru "bræður" en mér finnst þetta alltaf jafn skrýtið.
Í Tælandi fórum við í skoðunarferð í lítilli rútu. Við vorum reyndar bara 4 í ferðinni, þrjú hvít og svo Okezie. Leiðsögukonan spurði hvaðan við værum og hin tvö voru frá Suður-Afríku og Írlandi. Leiðsögukonan sagði þá að hún hefði aldrei getað giskað á það enda værum við hvíta fólkið öll eins! Þetta fannst Okezie MJÖG fyndið og minnti mig á þetta nokkrum sinnum. Varð ég fyrir kynþáttafordómum frá konunni? Ég er bara ekki viss.
Kannski að fólk sé bara alls staðar í heiminum eins.
|
Annars finnst mér alltaf áhugavert að sjá hvernig fólk skilgreinir sjálft sig og aðra. Ég var til dæmis frekar rugluð í ríminu fyrst þegar ég var í Englandi og fólk talaði um Asians. Þar eru Asians nefnilega bara fólk frá Indlandi, Pakistan og Bangladesh. Allir aðrir sem koma frá Asíu eru "Chinese". Það skiptir þá engu máli hvort það eru Kóreubúar, Kínverjar eða Víetnamar. Gæti reyndar verið að Japanir flokkist sér, er ekki viss um það.
Ég er ekki enn búin að venjast því að ókunnugir heilsi Okezie út á götu í hvaða landi sem er bara af því að þeir eru líka svartir. Ég spurði alltaf hver þetta væri nú í fyrstu en fékk alltaf sama svarið: "I don´t know". Núna veit ég náttúrulega alveg að þetta eru "bræður" en mér finnst þetta alltaf jafn skrýtið.
Í Tælandi fórum við í skoðunarferð í lítilli rútu. Við vorum reyndar bara 4 í ferðinni, þrjú hvít og svo Okezie. Leiðsögukonan spurði hvaðan við værum og hin tvö voru frá Suður-Afríku og Írlandi. Leiðsögukonan sagði þá að hún hefði aldrei getað giskað á það enda værum við hvíta fólkið öll eins! Þetta fannst Okezie MJÖG fyndið og minnti mig á þetta nokkrum sinnum. Varð ég fyrir kynþáttafordómum frá konunni? Ég er bara ekki viss.
Kannski að fólk sé bara alls staðar í heiminum eins.