Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

þriðjudagur, september 13, 2005

 

Fædd 1899.

Þá er enn einn vistmaðurinn dáinn. Þessi var elst, aðeins 106 ára gömul. Hún var fædd á Valentínusardaginn 1899. Pælið í því, 1899! Eldri en elstu menn. Þrettán ára var hún seld afgönskum kamelhirði fyrir svolítið vín. Hún eignaðist sitt eina barn fljótlega eftir það. Hún var búin að vera á hjúkrunarheimilinu í 15 ár og var fyrst á hostel-hliðinni og mjög sjálfstæð. Hún var samt búin að vera lengi rúmföst og var talin vera bæði blind og heyrnarlaus. Það er ekki öfundsvert ástand. Samt var hún líklega með þeim hraustustu þarna, var bara á verkjalyfjum og augndropum, engum öðrum lyfjum. Þessi kona er sú fimmta sem deyr síðan ég byrjaði, það hafði enginn dáið frá því á jólum fyrr en þessi hrina hófst. Hingað til hefur samt enginn kennt mér um sem betur fer. Nú er sú elsta 105 ára. Meir að segja fædd á nýársdag á nýrri öld, 01.01.1900. Hún verður samt örugglega ekki næst.

Ég hef aldrei unnið við umönnunarstörf þrátt fyrir að hafa látlaust verið hvött til þess á vorin af mömmunni minni. Þess vegna er allt þetta frekar nýtt fyrir mér. Mér finnst mjög óþægilegt að vita af líki í vinnunni og fer ekkert nálægt því herbergi þegar það er upptekið. Mér finnst samt eiginlega verra að ég heyri ekkert svona sögur af fólkinu fyrr en það deyr, mér finnst svo skemmtilegt að heyra svona reynslusögur. Þess vegna varð ég að deila þessu með ykkur hinum.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?