þriðjudagur, september 27, 2005
Bernskubrek
Ég er ekki minnug og hef alltaf reyndar vitað það. En nú þegar ég var að lesa blogg Aldísar og Ástu æskuvinkvenna minna (er að setja link á þær núna) komst ég að því að ég er ekki bara gleymin, ég held ég sé blackout á bernskuna. Á bloggum sínum rifjuðu þær upp atvik með mér sem mig rámar bara varla í. Var ég svona stríðinn krakki að samviska mín leyfir mér ekki að muna það? Mér til málsbóta hef ég það þó að öll fjölskylda mín, að pabba undanskildum, er alveg hrikalega stríðin og hvernig er kenningin - þeir hæfustu lifa af... Með aldrinum hefur stríðnin samt minnkað, alveg satt! Ég væri samt til í að muna meira, svona til að geta skrifað ævisöguna einn góðan veðurdag. Kannski ég þyrfti að hitta æskuvinkonurnar næst þegar ég kem heim eða senda þeim tölvupóst - hugsa að ég óski ekkert sérstaklega eftir því að fá upplýsingarnar á bloggformi...
Ég er viss um að þið sem hafið kynnst mér á gamals aldri trúið ekkert upp á mig sem þær skrifuðu...
Ég er viss um að þið sem hafið kynnst mér á gamals aldri trúið ekkert upp á mig sem þær skrifuðu...
Comments:
<< Home
|
Þetta liggur mögulega í frænkum því að ég er ekki bara gleymin - ég er hreinlega með stöðugt blackout. Ein vinkona mín man hvað við bekkjarsystkynin höfðum í nesti í 6 ára bekk, en ég man varla eftir því að hafa fari í grunnskóla. Menntaskólinn er í móðu, Háskólaárin eru í þoku og það er varla að ég muni hvað ég gerði í fyrradag...
Skrifa ummæli
<< Home