sunnudagur, júlí 31, 2005
Þetta var líklega minnsti vetur sem ég hef nokkru sinni lifað. Nú er bara komið íslenskt sumarveður upp á hvern dag, mínus rigning og rok. Sól og tuttugu stiga hiti og ljúft að lifa. Þegar alvöru sumarið kemur hér þá verður bara um 20 stigum heitara, þ.e. 40 gráður og við spyrjum nú bara að leikslokum hvernig það verður. Úff, ég fæ köfnunartilfinningu af því að hugsa til þess.
Hér hefur lukkan leikið við okkur hjúin um helgina. Þvottavélin var t.d. til í að þvo eina vél áður en hún bilaði aftur. Við náðum að laga sláttuvélina eftir mikið moð. Okezie spilaði rúgbý um helgina og var kjörinn maður leiksins. Skoraði þrjár 'tries' og kom bara haltrandi heim með sprungna vör, s.s. frekar heppinn í þetta skiptið. Nú svo var 'Jól í júlí' og þar vann ég 250 dollara í happadrætti. Ég var reyndar búin að vera að selja þetta happadrætti út um allan bæ svo það var hálf neyðarlegt að taka við verðlaununum sjálf. Annars held ég að Ástralía sé kannski bara mitt happaland þar sem þetta eru önnur verðlaunin sem ég vinn hér. Aldrei vann ég neitt á Íslandi eða Englandi.
Jól í júlí var bara fínt. Fyrst jólahlaðborð og svo ball með hljómsveit sem spilaði bara rokktónlist frá liðnum áratugum. Það var bara fínt. Skreyttur salur með jólakúlum og ég veit ekki hvað. Jólamaturinn var fínn en komst þó náttúrulega ekki í hálfkvisti við mat Siggu Karls. Það er ekki að ástæðulausu að Okezie spurði mig hvort ég vildi ekki reyna að fá mömmu og pabba í heimsókn um jólin. Annars kann ég alveg að búa til eplasalat og það er náttúrulega aðal málið.
Fyrir utan þvotta og garðslátt þá til að toppa myndarskap heimilisins þá bakaði ég líka marmaraköku í gær. Það er ekki mikið eftir af henni í dag.
Ég fór líka í jarðarför í liðinni viku. Annar heimilismannanna af elliheimilinu farinn síðan ég byrjaði að vinna þarna. Þetta var jarðarför við gröfina með ástralska fánanum, einhverjum uppábúnum hermanni sem var með allskonar seremóníur fyrir fallinn hermann og nokkuð áhugavert. Ég á samt alltaf soldið bágt með mig þegar ég sé annað fólk gráta. Maðurinn var 82 ára og dauðinn var hans líkn því hann var búinn að vera helsjúkur lengi. En það er bara svo erfitt að horfa upp á annað fólk syrgja. Ég fór þar sem svo margir heimilismannanna vildu fara og því þurftum við ansi marga bíla til að ferja liðið. Ég var eins og ökumaður forsetans þar sem ég fékk lánaðan bíl bæjarstjórans sem er mjög flash. Sko bílinn. Á leiðinni heim þá sá ég unglingspar á fáförnum slóðum að nýta sér auðnina og kyssast soldið mikið og prakkarinn í mér kom upp. Ég bibaði á þau þarna og brunaði í burtu flissandi. Hefði ekki gert það ef ég ætti bílinn sjálf sem ég keyrði... Ég veit, barnalegt en mér finnst það fyndið og þá er það í lagi...
Er þetta ekki bara orðið ágætt. Vænti þess að ekki margir lesi núna, séu frekar sofandi í kross í tjaldi með góða ælu beint fyrir utan. Erum við ekki annars enn ung og vitlaus? Algjörlega óskylt síðustu setningu - til hamingju með afmælið Arndís mín!
|
Hér hefur lukkan leikið við okkur hjúin um helgina. Þvottavélin var t.d. til í að þvo eina vél áður en hún bilaði aftur. Við náðum að laga sláttuvélina eftir mikið moð. Okezie spilaði rúgbý um helgina og var kjörinn maður leiksins. Skoraði þrjár 'tries' og kom bara haltrandi heim með sprungna vör, s.s. frekar heppinn í þetta skiptið. Nú svo var 'Jól í júlí' og þar vann ég 250 dollara í happadrætti. Ég var reyndar búin að vera að selja þetta happadrætti út um allan bæ svo það var hálf neyðarlegt að taka við verðlaununum sjálf. Annars held ég að Ástralía sé kannski bara mitt happaland þar sem þetta eru önnur verðlaunin sem ég vinn hér. Aldrei vann ég neitt á Íslandi eða Englandi.
Jól í júlí var bara fínt. Fyrst jólahlaðborð og svo ball með hljómsveit sem spilaði bara rokktónlist frá liðnum áratugum. Það var bara fínt. Skreyttur salur með jólakúlum og ég veit ekki hvað. Jólamaturinn var fínn en komst þó náttúrulega ekki í hálfkvisti við mat Siggu Karls. Það er ekki að ástæðulausu að Okezie spurði mig hvort ég vildi ekki reyna að fá mömmu og pabba í heimsókn um jólin. Annars kann ég alveg að búa til eplasalat og það er náttúrulega aðal málið.
Fyrir utan þvotta og garðslátt þá til að toppa myndarskap heimilisins þá bakaði ég líka marmaraköku í gær. Það er ekki mikið eftir af henni í dag.
Ég fór líka í jarðarför í liðinni viku. Annar heimilismannanna af elliheimilinu farinn síðan ég byrjaði að vinna þarna. Þetta var jarðarför við gröfina með ástralska fánanum, einhverjum uppábúnum hermanni sem var með allskonar seremóníur fyrir fallinn hermann og nokkuð áhugavert. Ég á samt alltaf soldið bágt með mig þegar ég sé annað fólk gráta. Maðurinn var 82 ára og dauðinn var hans líkn því hann var búinn að vera helsjúkur lengi. En það er bara svo erfitt að horfa upp á annað fólk syrgja. Ég fór þar sem svo margir heimilismannanna vildu fara og því þurftum við ansi marga bíla til að ferja liðið. Ég var eins og ökumaður forsetans þar sem ég fékk lánaðan bíl bæjarstjórans sem er mjög flash. Sko bílinn. Á leiðinni heim þá sá ég unglingspar á fáförnum slóðum að nýta sér auðnina og kyssast soldið mikið og prakkarinn í mér kom upp. Ég bibaði á þau þarna og brunaði í burtu flissandi. Hefði ekki gert það ef ég ætti bílinn sjálf sem ég keyrði... Ég veit, barnalegt en mér finnst það fyndið og þá er það í lagi...
Er þetta ekki bara orðið ágætt. Vænti þess að ekki margir lesi núna, séu frekar sofandi í kross í tjaldi með góða ælu beint fyrir utan. Erum við ekki annars enn ung og vitlaus? Algjörlega óskylt síðustu setningu - til hamingju með afmælið Arndís mín!