Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

 

Dubbo

Við förum til Dubbo í fyrramálið. Dubbo er svona 30 þús manna bær og þangað fara Cobarbúar til að kaupa almennilegt dót. Ég hlakka til að komast í siðmenninguna, bíó og búðaráp. Það verður gott að komast frá Cobar. Stundum fæ ég nefnilega köfnunartilfinningu hér.... Erfitt að lýsa því. Kannski skellum við okkur bara líka í safarígarðinn sem er víst mjög góður. Vona bara að við keyrum ekki niður neinar kengúrur á leiðinni.

Comments:
Sakna þín molinn minn, hef stundum farið á msn-ið en hitti þig aldrei :(
Finnst vænt um þig!
Matta
 
Vonandi var gaman hjá ykkur um helgina, eitthvað gott í bíó og engar kengúrur eknar niður. Ég fauk næstum því á þjóðlagahátíð á Siglufirði. Komst að því að vandamál hverfa ekki þótt maður loki augunum og voni! Lærði að segja sögur.
Eyrún
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?