Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, maí 04, 2005

 

Stóragerðið

Ef ykkur vantar eða þið vitið um einhvern sem vantar húsaskjól í sumar í Reykjavík þá er Stóragerðið líklega laust í nokkra mánuði. Áhugasamir geta sent mér póst á thorhildur_ingadottir@yahoo.com.au

Takk fyrir öll kommentin. Maður er kannski soldið desperate að auglýsa svona eftir kommentum en eins og ég lýsti fyrir Eyrúnu systur minni þá er þetta stundum eins og símtal þar sem maður talar og talar og enginn talar á móti. Mér finnst nefnilega gaman að fá fréttir af ykkur líka skiljiði?

Ég er búin að fá smá vinnu á leikskóla. Þetta er bara svona casual, þegar einhver er veikur eða í fríi. Ágætt meðan ég bíð eftir einhverju meiru. Ég var þarna í gær og það var mjög gaman. Einn strákurinn var algjör töffari, svona brimbrettagæi. Í ermalausum bol og stuttbuxum og með stóra hálsfesti hvað þá meir. Svo söng hann ekkert abcd heldur bara lög úr "School of Rock". Hann spurði mig hvort ég talaði ensku eða skosku og tók svo upp á því að endurtaka allt sem ég sagði við hin börnin þó þau skildu mig alveg. Svo var hann líka svo mikill töffari að hann nennti ekkert að mála eða klippa, fyrr en hann fékk fullorðinsskæri. Þá var það ókei. Þetta verður örugglega bara gaman og góð leið til að kynnast fleira fólki.

Í húsmæðrafréttum er það helst að ég bakaði þessar fínu bláberja muffins í gær og er í þessu að fara að þrífa kofann. Má sem sagt ekkert vera að þessu blaðri...

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?