Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, maí 16, 2005

 

Óska eftir konu sem kyndir ofninn minn.

Hér er svoo kalt á nóttunni. Hitinn úti fer niður í 10 gráður kaldast og er ekki mikið hlýrra hér inni þá. Reyndar gengur okkur eitthvað ógurlega illa að kveikja upp í kamínunni eða hvað maður kallar þetta. Ég skil reyndar ekki hvernig eldur nær að breiðast út í húsum og skógum. Hér brenni ég brennslukubba sem brenna viðinn en það logar aldrei í honum. Búin að prufa að geyma viðinn úti í sólinni til að þurrka en ekkert gengur. Vegna þessa höfum við sitt hvora sængina á okkur við sjónvarpsgláp og kveikjum snemma á rafmagnsteppunum í rúminu og á rafmagnsblásaranum. Sem betur fer er hitaljós í baðherberginu svo við frjósum ekki í sturtunni. Á morgnanna drögum við svo frá öllum gluggum til að hita upp húsið. Hreinlega verðum að læra að kveikja upp.

Annars var ég að ná skriflegu bílprófi áðan. Fékk 10, þ.e.a.s enga villu. Þarf reyndar líka að fara í verklegt og það gæti verið snúnara. Eftir að hafa keyrt í 10 ár eru ansi margir slæmir siðir við lýði og ekki víst að prófdómara líki... Það versta verður þó að leggja í stæði því hér leggja ALLIR á ská og bakka í það. Maður kemst ekki upp með neitt annað. Í nýju vinnunni þarf ég víst oft að snúast eitthvað svo ég get aðeins æft mig áður en ég fer í það verklega, í lok mánaðarins. Hlakka ekki til!

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?