sunnudagur, maí 15, 2005
Síðan síðast...
...er ég búin að fá fulla vinnu. Já, byrja líklega á þriðjudaginn á skrifstofu hjá elliheimili. Hljómar ekkert frábærlega en stelpurnar í apótekinu þekkja fyrirvera minn og segja að þetta sé gott starf. Vona það reynist rétt. Annars var ég orðin ágætlega vön að vera ekkert að vinna og vera bara desperate housewife fyrst það er svona í tísku. Nei það verður gott að verða aftur góður og gildur samfélagsþegn...
...búin að rifja upp gamla takta í borðtennis og keppa í fyrsta sinn við Okezie. Hann vann tvo og ég einn. Það varð nokkuð heitt í kolunum enda er ég ekkert sérlega góð í að tapa. Reyndar svindlaði hann í fyrsta leiknum og gaf ekki alltaf upp horn í horn svo í laumi tel ég þann leik ekkert alltaf með.
...búin að kanna neyðarmóttökuna á spítalanum hérna. Okezie var að spila rugby á laugardaginn, var í byrjunarliðinu sökum mannskorts í liðinu (margir á sjúkralista eftir þessa þrjá leiki sem þeir hafa spilað). Ég fór ekki að horfa á enda hefði ég ekki viljað sjá þetta gerast. Hins vegar bað hann sjúkraflutningakonurnar um að koma við heima til að láta mig vita af þessu. Ég ætla að setja mynd af kappanum inn eftir þetta blogg svo þið sjáið hana væntanlega áður en þið lesið þessar línur.
...búin að fara út á djammið með apótekinu. Það var gaman. Fórum fyrst út að borða og svo á hinn alræmda OX. Ætli Ástralir gætu ekki stært sig af skuggalegasta bar á "the southern hemisphere".
...og það besta af öllu, búin að kaupa fullt af fötum! Í dag opnaði ný fatabúð og bara nokkuð góð. Keypti pils og þrjá toppa á 96 dollara. Það er kannski svona næstum 5000 kall. Þurfti að skilja mikið eftir af fötum í Englandi en er núna búin að toppa ágætlega upp. Þetta eru reyndar allt svona vinnuföt.
...eða kannski var best af öllu að hitta hana Möttu mína á msn og spjalla lengi lengi. Á eftir að sakna hennar þegar ég fer að vinna. Ég er líka komin með webcam og gat látið öllum illum látum. Það var líka gaman þegar Eygló syss hringdi í mig og þegar ég spilaði póker við Unu á msn.
En þetta er orðið ágætt núna, ætla að skella eins og einni boxaramynd af Okezie inn.
Over and out.
|
...búin að rifja upp gamla takta í borðtennis og keppa í fyrsta sinn við Okezie. Hann vann tvo og ég einn. Það varð nokkuð heitt í kolunum enda er ég ekkert sérlega góð í að tapa. Reyndar svindlaði hann í fyrsta leiknum og gaf ekki alltaf upp horn í horn svo í laumi tel ég þann leik ekkert alltaf með.
...búin að kanna neyðarmóttökuna á spítalanum hérna. Okezie var að spila rugby á laugardaginn, var í byrjunarliðinu sökum mannskorts í liðinu (margir á sjúkralista eftir þessa þrjá leiki sem þeir hafa spilað). Ég fór ekki að horfa á enda hefði ég ekki viljað sjá þetta gerast. Hins vegar bað hann sjúkraflutningakonurnar um að koma við heima til að láta mig vita af þessu. Ég ætla að setja mynd af kappanum inn eftir þetta blogg svo þið sjáið hana væntanlega áður en þið lesið þessar línur.
...búin að fara út á djammið með apótekinu. Það var gaman. Fórum fyrst út að borða og svo á hinn alræmda OX. Ætli Ástralir gætu ekki stært sig af skuggalegasta bar á "the southern hemisphere".
...og það besta af öllu, búin að kaupa fullt af fötum! Í dag opnaði ný fatabúð og bara nokkuð góð. Keypti pils og þrjá toppa á 96 dollara. Það er kannski svona næstum 5000 kall. Þurfti að skilja mikið eftir af fötum í Englandi en er núna búin að toppa ágætlega upp. Þetta eru reyndar allt svona vinnuföt.
...eða kannski var best af öllu að hitta hana Möttu mína á msn og spjalla lengi lengi. Á eftir að sakna hennar þegar ég fer að vinna. Ég er líka komin með webcam og gat látið öllum illum látum. Það var líka gaman þegar Eygló syss hringdi í mig og þegar ég spilaði póker við Unu á msn.
En þetta er orðið ágætt núna, ætla að skella eins og einni boxaramynd af Okezie inn.
Over and out.