miðvikudagur, maí 25, 2005
Það kom að því!
Það stóð nú ekki til að hætta að blogga þegar ég byrjaði að vinna en einhvern veginn hefur það þróast þannig. Reyndar er ógurlega lýjandi að þurfa fara svona á fætur á morgnanna og setja upp "vinnuandlit" eftir að hafa lifað hinu ljúfa lífi hins iðjulausa í fjóra mánuði. Mér fannst þónokkuð erfitt að vinna ekki fyrstu mánuðina en vitiði hvað, það vandist ágætlega ;) Nú kem ég heim örþreytt á daginn og rétt meika að fara í body pump og elda. Held meir að segja að spænskunáminu eigi ekki eftir að farnast vel. Ætla þó að reyna að gera eitthvað í þeim málunum um helgar. En að því helsta sem hefur gerst síðan síðast:
Hún Ásdís mín varð árinu eldri á mánudaginn. Ég hélt upp á það með kökuáti í vinnunni. Það var reyndar víst til heiðurs einni þar sem á sama dag og Ásdís en í mínum huga var þetta fyrir Dísu mína. Árinu eldri og vitrari. Til hamingju með það!
Ég er komin með ástralskt bílpróf. Jú jú, löglegri en allt sem löglegt er. Var búin að tilkynna ykkur að ég hefði náð því skriflega en í morgun náði ég svo að "seal the deal" og get ég sagt ykkur að það var hvorki skemmtilegt né afslappandi. Er ekki frá því að það sé bara alveg jafn taugatrekkjandi að taka bílpróf í annað sinn en í fyrsta skiptið. Þetta gekk þó allt upp, bæði að bakka í samliggjandi stæði og taka þriggja punkta beygju. Svo þurfti ég ekki að bakka í stæði í 45 gráður. Var búin að æfa það. Eitthvað gerði prófdómarinn athugasemdir við hægri beygjurnar mínar (sem eru þá eins og vinstri beygjur í venjulegu landi), henni þótti ég eitthvað taka þær skarpar. Uss, smámunasemi segi ég nú bara. En þetta er allt búið og gert núna og er það nú gott.
Ef þið hafið öll verið að prjóna teppi og ullarsokka handa mér eftir að ég kvartaði undan kulda þá þurfið þið ekkert að hafa fyrir því að klára það. Hér hefur verið strákur frá fyrirtækinu og hann kenndi okkur þá list að kynda. Ég er ekki frá því að ég myndi bjarga mér úti í skógi núna. Hins vegar ef einhvern langar mikið til að prjóna ullarsokka handa mér þá þigg ég þá alveg...
En jæja þá í þetta sinn, ég þarf að hafa mig til fyrir body pump-ið. Ætla að vera duglegri við að blogga núna. promise.
|
Hún Ásdís mín varð árinu eldri á mánudaginn. Ég hélt upp á það með kökuáti í vinnunni. Það var reyndar víst til heiðurs einni þar sem á sama dag og Ásdís en í mínum huga var þetta fyrir Dísu mína. Árinu eldri og vitrari. Til hamingju með það!
Ég er komin með ástralskt bílpróf. Jú jú, löglegri en allt sem löglegt er. Var búin að tilkynna ykkur að ég hefði náð því skriflega en í morgun náði ég svo að "seal the deal" og get ég sagt ykkur að það var hvorki skemmtilegt né afslappandi. Er ekki frá því að það sé bara alveg jafn taugatrekkjandi að taka bílpróf í annað sinn en í fyrsta skiptið. Þetta gekk þó allt upp, bæði að bakka í samliggjandi stæði og taka þriggja punkta beygju. Svo þurfti ég ekki að bakka í stæði í 45 gráður. Var búin að æfa það. Eitthvað gerði prófdómarinn athugasemdir við hægri beygjurnar mínar (sem eru þá eins og vinstri beygjur í venjulegu landi), henni þótti ég eitthvað taka þær skarpar. Uss, smámunasemi segi ég nú bara. En þetta er allt búið og gert núna og er það nú gott.
Ef þið hafið öll verið að prjóna teppi og ullarsokka handa mér eftir að ég kvartaði undan kulda þá þurfið þið ekkert að hafa fyrir því að klára það. Hér hefur verið strákur frá fyrirtækinu og hann kenndi okkur þá list að kynda. Ég er ekki frá því að ég myndi bjarga mér úti í skógi núna. Hins vegar ef einhvern langar mikið til að prjóna ullarsokka handa mér þá þigg ég þá alveg...
En jæja þá í þetta sinn, ég þarf að hafa mig til fyrir body pump-ið. Ætla að vera duglegri við að blogga núna. promise.