miðvikudagur, júní 24, 2009
Hér í Mt Gamiber er allt bara fínt að frétta. Við erum orðin nokkuð góð í kuldanum hér og gleðjumst bara þegar það er hlýtt og sólríkt. Í Cairns vorum við evrópsku vinkonurnar sammála um að við söknuðum þess að gleðjast yfir góðu veðri því í Cairns er eiginlega alltaf gott veður.
Síðasta sunnudag fórum við í bíltúr í norðurátt. Á einum klukkutíma keyrðum við í gegnum mjög mismunandi svæði. Fyrst var mikið af grænum högum með kúm, hestum og kindum, þá fórum við í skóga en hér er mikil skógræktariðnaður. Í lokin fórum við í gegnum Coonawarra sem er frægt fyrir vínekrur. Við stoppuðum í Naracoorte og skoðuðum risa stóran helli þar sem hafa fundist ‘fossils’ af risadýrum. Ég vissi þetta ekki en fyrir um 500 000 árum voru til 3 metra háar kengúrur, Wombats á stærð við bíl og risa snákar. Arinze var hálf smeykur við að fara ofan í hellinn til að byrja með en svo var hann svo stór að það var ekkert meir. Rósa hefur yfirleitt ekki vit á að vera hrædd við neitt.
Næsta sunnudag förum við svo væntanlega eitthvert í Victoria, á eftir að plana það betur.
|
Síðasta sunnudag fórum við í bíltúr í norðurátt. Á einum klukkutíma keyrðum við í gegnum mjög mismunandi svæði. Fyrst var mikið af grænum högum með kúm, hestum og kindum, þá fórum við í skóga en hér er mikil skógræktariðnaður. Í lokin fórum við í gegnum Coonawarra sem er frægt fyrir vínekrur. Við stoppuðum í Naracoorte og skoðuðum risa stóran helli þar sem hafa fundist ‘fossils’ af risadýrum. Ég vissi þetta ekki en fyrir um 500 000 árum voru til 3 metra háar kengúrur, Wombats á stærð við bíl og risa snákar. Arinze var hálf smeykur við að fara ofan í hellinn til að byrja með en svo var hann svo stór að það var ekkert meir. Rósa hefur yfirleitt ekki vit á að vera hrædd við neitt.
Næsta sunnudag förum við svo væntanlega eitthvert í Victoria, á eftir að plana það betur.
Krakkarnir byrja í leikskóla í næstu viku og verða tvo daga í viku eins og þegar við vorum í Cairns. Þá get ég farið að leita mér að vinnu eða einhverju öðru að gera.
sunnudagur, júní 07, 2009
Ný byrjun - einu sinni enn
Það hefur tekið heilmikið á að byrja á þessu bloggi. Síðan síðast er svo margt búið að gerast og þá er erfitt að ákveða hvar á að byrja og hvar á að enda.
Kannski er bara best að byrja á endanum. Við erum sem sagt flutt frá hlýju, sólríku Cairns þar sem allir vinir okkar eru. Fluttum til kalda og blauta Mt Gambier þar sem við þekkjum engann. Ævintýraskapurinn er ekki alltaf auðveldur, sérstaklega þegar kemur að því að flytja með tvö börn. Við ætlum að reyna að leigja út húsið okkar í Cairns og þess vegna, þegar við vorum að pakka, þurftum við að ákveða hverju ætti að henda, hvað ætti að selja á bílskúrssölu, hvað ætti að gefa, hvað ætti að taka með okkur í flugið, hvað ætti að senda í kössum og hvað skyldi geyma hjá Aroni vini okkar. Flókið, já. Á endanum hafðist þetta allt saman, eins og venjulega.
Mt Gambier er rúmlega 20 þúsund manna bær í Suður Ástralíu, nálægð ríkjamörkum Victoria. Það er mitt á milli Adelaide og Melbourne, um 5 klst keyrsla í hvora átt. Bærinn er byggður í hlíðum eldfjalls og hér eru margir gígar sem eru fullir af vatni. Frægast er Blue Lake sem er eins og nafnið gefur vísbendingu um blátt. Reyndar ekkert venjulega blátt þar sem stundum verður það kóbalt blátt og enginn veit ástæðuna fyrir því. Hér er líka mikið af hellum ofan í jörðu út um allan bæ og þar er líka eitthvað vatn sem er hægt að kafa í. Það stendur ekki til hér á bæ.
Við leigjum hér hús með húsgögnum. Það er mjög fínt, með fínum antíkhúsgögnum. Kannski er það ekki alveg það hentugasta þegar litlir skæruliðar eru með í för en valið var nú ekki fjölbreytt. Hér er hins vegar girðing allan hringinn í kringum húsið og góð stétt til að hjóla á bak við hús. Húsið er í elsta hverfinu hérna og er eins og húsin í kring mjög sjarmerandi. Þau eru líka frekar köld, við erum með arinn í stofunni sem við notum helst ekki, rafmagnsofn í borðstofunni sem svínvirkar og svo bara litla rafmagnsofna í herbergjunum. Krakkarnir tóku flutninginum mjög vel. Eftir fyrstu nóttina fóru þau að sofa í sínum herbergjum. Arinze hefur hjónarúm og Rósa einbreitt rúm. Hún var enn í rimlarúmi í Cairns og hefur aðeins verið að detta fram úr. Það hlýtur að lagast.
Helstu kostirnir sem ég sé við að búa hér er hárið á mér flottara en klessist ekki strax niður eins og í Cairns. Eins verður mun minna um þvott hér þar sem það er hægt að fara í flík oftar en einu sinni. Svo er heilmikil ástæða til að kaupa föt hérna. Eftir þrjú ár í Cairns var ekki mikið til af skjólflíkum. Krökkunum finnst svo mikið sport í því að vera í skóm (voru berfætt eða í sandölum í Cairns), hvað þá jökkum en svoleiðis höfðu þau ekki átt fyrr. Reyndar var fyndið þegar við ætluðum að fara út fyrsta daginn. Húsið var mjög kalt og við dúðuðum okkur sjálf og börnin í úlpur, húfur o.s.frv. Þegar út var komið blasti við okkur fólk á göngu á stuttermabolum og léttum flíspeysum. Það tekur tíma að aðlagast nýju loftslagi – þó maður sé frá Íslandi.
Ég lofa nú ekki að vera dugleg að blogga en þeir sem vilja fylgjast með verða bara að vera á Facebook – eins og allir hinir.
|
Kannski er bara best að byrja á endanum. Við erum sem sagt flutt frá hlýju, sólríku Cairns þar sem allir vinir okkar eru. Fluttum til kalda og blauta Mt Gambier þar sem við þekkjum engann. Ævintýraskapurinn er ekki alltaf auðveldur, sérstaklega þegar kemur að því að flytja með tvö börn. Við ætlum að reyna að leigja út húsið okkar í Cairns og þess vegna, þegar við vorum að pakka, þurftum við að ákveða hverju ætti að henda, hvað ætti að selja á bílskúrssölu, hvað ætti að gefa, hvað ætti að taka með okkur í flugið, hvað ætti að senda í kössum og hvað skyldi geyma hjá Aroni vini okkar. Flókið, já. Á endanum hafðist þetta allt saman, eins og venjulega.
Mt Gambier er rúmlega 20 þúsund manna bær í Suður Ástralíu, nálægð ríkjamörkum Victoria. Það er mitt á milli Adelaide og Melbourne, um 5 klst keyrsla í hvora átt. Bærinn er byggður í hlíðum eldfjalls og hér eru margir gígar sem eru fullir af vatni. Frægast er Blue Lake sem er eins og nafnið gefur vísbendingu um blátt. Reyndar ekkert venjulega blátt þar sem stundum verður það kóbalt blátt og enginn veit ástæðuna fyrir því. Hér er líka mikið af hellum ofan í jörðu út um allan bæ og þar er líka eitthvað vatn sem er hægt að kafa í. Það stendur ekki til hér á bæ.
Við leigjum hér hús með húsgögnum. Það er mjög fínt, með fínum antíkhúsgögnum. Kannski er það ekki alveg það hentugasta þegar litlir skæruliðar eru með í för en valið var nú ekki fjölbreytt. Hér er hins vegar girðing allan hringinn í kringum húsið og góð stétt til að hjóla á bak við hús. Húsið er í elsta hverfinu hérna og er eins og húsin í kring mjög sjarmerandi. Þau eru líka frekar köld, við erum með arinn í stofunni sem við notum helst ekki, rafmagnsofn í borðstofunni sem svínvirkar og svo bara litla rafmagnsofna í herbergjunum. Krakkarnir tóku flutninginum mjög vel. Eftir fyrstu nóttina fóru þau að sofa í sínum herbergjum. Arinze hefur hjónarúm og Rósa einbreitt rúm. Hún var enn í rimlarúmi í Cairns og hefur aðeins verið að detta fram úr. Það hlýtur að lagast.
Helstu kostirnir sem ég sé við að búa hér er hárið á mér flottara en klessist ekki strax niður eins og í Cairns. Eins verður mun minna um þvott hér þar sem það er hægt að fara í flík oftar en einu sinni. Svo er heilmikil ástæða til að kaupa föt hérna. Eftir þrjú ár í Cairns var ekki mikið til af skjólflíkum. Krökkunum finnst svo mikið sport í því að vera í skóm (voru berfætt eða í sandölum í Cairns), hvað þá jökkum en svoleiðis höfðu þau ekki átt fyrr. Reyndar var fyndið þegar við ætluðum að fara út fyrsta daginn. Húsið var mjög kalt og við dúðuðum okkur sjálf og börnin í úlpur, húfur o.s.frv. Þegar út var komið blasti við okkur fólk á göngu á stuttermabolum og léttum flíspeysum. Það tekur tíma að aðlagast nýju loftslagi – þó maður sé frá Íslandi.
Ég lofa nú ekki að vera dugleg að blogga en þeir sem vilja fylgjast með verða bara að vera á Facebook – eins og allir hinir.