mánudagur, febrúar 02, 2009
Februar
Eitthvað lofaði ég upp í ermina á mér í síðustu færslu með Bubba byggir köku. Nokkrum dögum fyrir afmæli fór ég í panik yfir þessari fljótfærni og sá marga marga kremliti sem óyfirstíganlegt vandamál. Það var nú ekki mikið kvartað yfir afmæliskökunni, ég skellti Valta bara á hana og bjó til göngustíg úr lituðum súkkulaðispæni. Svo var kakan líka mjög góð (Álagrandakaka með Betty Crocker kremi). Afmælið tókst alveg frábærlega. Ég bauð færra fólki en í síðustu afmæli og krakkarnir léku sér öll vel saman, mömmur spjölluðu í einu horni og pabbar í öðru. Arinze fékk mjög fínar gjafir að venju; bíla, bækur og verkfæri. Við gáfum honum hlaupahjól sem hann þeysist á hér innandyra sem og hljómborð, vasaljós og labb-rabbtæki.
Í gær var viðbúnaður í Cairns vegna yfirvofandi hitabeltisstorms (Cyclone Ellie) sem átti að koma að landi um nótt. Þó stormurinn væri bara styrkleiki 1 þá var fólk beðið um að festa allt útidót eða færa það inn. Við bættum á batteríbirgðarnar og vorum með útvarp og vasaljós við höndina. Einnig keyptum við stóra brúsa af vatni og ætluðum að fylla baðkarið af vatni ef eitthvað yrði úr veðrinu (til að hafa til að sturta niður í klósetti). Þegar stormurinn kom að landi dró úr honum og úr varð bara djúp lægð. Hér hefur rignt mikið undanfarna daga og hafa ár flætt yfir og vegir farið í sundur. Unglingur drukknaði þegar hann lenti í flóði hér rétt hjá Cairns. Þetta veður er alvanalegur hlutur hér á þessum tíma árs, hluti af því að búa í þessu loftslagi. Reyndar er þetta fyrsti stormurinn sem kemur svona nálægt Cairns síðan við fluttum hingað en nokkrum mánuðum áður en við fluttum hingað 2006 skemmdi stormurinn Larry mikið. Það er þó undarlegt að í sama landi á sama tíma skuli hitabylgja og kjarreldar vera vandamál. Ástralía er bara svo ofsalega stór að það er pláss fyrir allt í einu.
Læt þetta duga í bili... Nenni ekki að setja inn myndir en bendi þess í stað á barnalandssíðuna sem er nýuppfærð
|
Í gær var viðbúnaður í Cairns vegna yfirvofandi hitabeltisstorms (Cyclone Ellie) sem átti að koma að landi um nótt. Þó stormurinn væri bara styrkleiki 1 þá var fólk beðið um að festa allt útidót eða færa það inn. Við bættum á batteríbirgðarnar og vorum með útvarp og vasaljós við höndina. Einnig keyptum við stóra brúsa af vatni og ætluðum að fylla baðkarið af vatni ef eitthvað yrði úr veðrinu (til að hafa til að sturta niður í klósetti). Þegar stormurinn kom að landi dró úr honum og úr varð bara djúp lægð. Hér hefur rignt mikið undanfarna daga og hafa ár flætt yfir og vegir farið í sundur. Unglingur drukknaði þegar hann lenti í flóði hér rétt hjá Cairns. Þetta veður er alvanalegur hlutur hér á þessum tíma árs, hluti af því að búa í þessu loftslagi. Reyndar er þetta fyrsti stormurinn sem kemur svona nálægt Cairns síðan við fluttum hingað en nokkrum mánuðum áður en við fluttum hingað 2006 skemmdi stormurinn Larry mikið. Það er þó undarlegt að í sama landi á sama tíma skuli hitabylgja og kjarreldar vera vandamál. Ástralía er bara svo ofsalega stór að það er pláss fyrir allt í einu.
Læt þetta duga í bili... Nenni ekki að setja inn myndir en bendi þess í stað á barnalandssíðuna sem er nýuppfærð