Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, febrúar 16, 2008

 
Er ekki góður íslenskur siður að tala um veðrið? Ég hef nú kannski ekki staðið mig alveg nógu vel í veðurfréttunum á þessum vettvangi en nú verður bætt fyrir það. Á síðustu vikum er nefnilega búið að rigna alveg rosalega mikið í Queensland. Í annað sinn á örfáum vikum er matvöruverslunin tómleg á að líta þar sem vörubílarnir komast ekki hingað uppeftir vegna flóða. Núna liggur bærinn Mackay í rækilegu bleyti. Þar rigndi 625 mm á 24 klukkustundum! Mesta rigning sem ég hef upplifað hér í Cairns var bara 140 mm og það var nú alveg nokkuð kröftugt og stöðugt. Lægðin sem orsakaði alla þessa rigningu er núna á leiðinni hingað til okkar og á víst að hafa alla vega 100 mm rigningu í för með sér. Í samanburði við þetta þá er meðal ársúrkoma í Reykjavík 817 mm. Munið þetta næst þegar það rignir.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?