föstudagur, desember 28, 2007
Nú ætlum við að hegða okkur eins og Ástralir og eyða fríinu á ströndinni. Á gamlársdag förum við til Mission Beach sem er tæpa 2 klst í suður og verðum þar í sumarbústað í tvær nætur. Ætti að verða ljúft!
|
mánudagur, desember 24, 2007
Þetta eru þriðju jólin okkar í Ástralíu og ég er ekki að venjast þessum breyttu aðstæðum á jólum. Fyrstu jólin okkar vorum við bara tvö, kærustuparið, í Cobar. Það voru frekar fúl jól, vel yfir 40 stiga hiti og bara alls ekkert gaman. Önnur jólin voru mun skemmtilegri enda var Arinze þá mættur á svæðið, jólin voru okkar fyrstu í nýja húsinu og við vorum líka með gesti. Þessi jól eru engir gestir en aftur á móti er hún Rósa okkar náttúrulega búin að fullkomna vísitölufjölskylduna okkar (stendur ekki til að bæta við 0,4 barni til að vera nákvæm í þessu). Aðventan hefur liðið án þess að ég heyrði jólalag svo heitið geti. Útvarpið spilar ekki jólalög einhverra hluta vegna. Ég á einhvers staðar jóladisk en fann hann ekki eftir 30 sekúndna leit. Er samt búin að sjá kókauglýsinguna á YouTube svo þetta er nú ekki alveg glatað. Það er bara eitthvað svo firrt að halda jól í rúmlega 30 stiga hita (er heitara því rakinn er svo mikill), jólaljós og skreytt tré ná ekkert að lífga upp á tilveruna eins og heima. Heima eru jólin svona 'relief' í skammdeginu. Hér er ekkert 'relief' nema frá loftkælingunni.
Hér setur fólk almennt upp jólatréð 1. desember. Mamma vinkonu minnar var mjög hneyksluð þegar hún vissi að mitt væri ekki komið upp og hélt því fram að ég leyfði börnunum ekki að "njóta trésins" ef ég setti það ekki upp svo snemma. Nevermind. Mitt tré var sett upp 22. og ég skreytti það á Þorláki. Jólatréð, 2 jólaenglar sem mamma bjó til og 4 jólasteinakarlar eftir ÖnnuÁ er eina jólaskrautið á mínum bæ. Jólagjafirnar eru komnar undir tréð og verða opnaðir snemma á jóladagsmorgunn. Vonandi ekki fyrir sjö samt.
Það er kannski soldið angurværð yfir þessu bloggi. Það er rétt að það eru soldið blendnar tilfinningar á jólunum þegar ég er svona langt í burtu. Mig langar heim á Hvammstanga, en eiginlega bara til að vera á aðfangadagskvöld og jóladag. Mig langar að spila Backgammon við systkini mín, borða kökur og gómsæta matinn hennar mömmu minnar og svo langar mig líka í næturmessu í Hvamminum. En ég nenni alls ekki að vera heima í desember í snjó eða rigningu og kulda. Síðast þegar ég var heima um hátíðirnar var mínus 18 gráður! Samt myndi ég ekki vilja búa eða vera neins annars staðar en hérna heima hjá mér. Væri eiginlega mest til í að það væri ekki svona déskoti langt á milli!
Það kemur þó líklega að því að jólin passi við sumarið. Alla vega þegar krakkarnir fara að hlakka til þeirra og það er hægt að undirbúa jólin með þeim t.d. með piparkökubakstri. Jólakortin í ár voru samviskusamlega skrifuð en aldrei send. Þess vegna fengu allir í addressubókinni minni bara jólakort í tölvunni. Ætli hefðin að opna jólakortin á aðfangadagskvöld útheimti núna notkun fartölva? Sé það fyrir mér...
Ykkur sem þetta lesið og fengu ekki rafræna jólakortið frá andfætlingunum óska ég gleðilegra jóla og góðs nýs árs! Gangið hægt um gleðinnar dyr og hugsið vel um sjálf ykkur og ykkar nánustu. Þórhildur, Okezie, Arinze og Rósa
þriðjudagur, desember 04, 2007
Ástralskt "Jingle Bells"
Dashing through the bush,
in a rusty Holden Ute (1),
kicking up the dust,
esky(2) in the boot,
Kelpie(3) by my side,
singing Christmas songs,
it’s summer time and I am inmy singlet(4), shorts and thongs(5).
Oh! Jingle bells, jingle bells, jingle all the way.
Christmas in Australia on a Scorching(6) summer’s day, hey!
Jingle bells, jingle bells, Christmastime is beaut,
Oh what fun it is to ride in a rusty Holden Ute.
Engine’s getting hot;
We dodge the Kangaroos,
the swaggie(7) climbs aboard,
he is welcome too.
All the family’s there,
sitting by the pool,
Christmas Day the Aussie way,by the barbecue.Oh!
Jingle bells, jingle bells, jingle all the way.
Christmas in Australia on a scorching summer’s day, hey!
Jingle bells, jingle bells, Christmastime is beaut,
Oh what fun it is to ride in a rusty Holden Ute.
1) Holden Ute= Ástralskur Opel, aðal bíltegundin hér. Ute er pallbíll og annar hver maður bæði í borg og sveit á svoleiðis.
2) Esky = Kælibox
3) Kelpie = Ástralskur fjárhundur
4) Singlet = hlýrabolur
5) Thongs = sandalar (ekki nærbuxur)
6) Scorching = sjóðandi heitur
7) Swaggie = ekta ástralskur óbyggðamaður
|
in a rusty Holden Ute (1),
kicking up the dust,
esky(2) in the boot,
Kelpie(3) by my side,
singing Christmas songs,
it’s summer time and I am inmy singlet(4), shorts and thongs(5).
Oh! Jingle bells, jingle bells, jingle all the way.
Christmas in Australia on a Scorching(6) summer’s day, hey!
Jingle bells, jingle bells, Christmastime is beaut,
Oh what fun it is to ride in a rusty Holden Ute.
Engine’s getting hot;
We dodge the Kangaroos,
the swaggie(7) climbs aboard,
he is welcome too.
All the family’s there,
sitting by the pool,
Christmas Day the Aussie way,by the barbecue.Oh!
Jingle bells, jingle bells, jingle all the way.
Christmas in Australia on a scorching summer’s day, hey!
Jingle bells, jingle bells, Christmastime is beaut,
Oh what fun it is to ride in a rusty Holden Ute.
1) Holden Ute= Ástralskur Opel, aðal bíltegundin hér. Ute er pallbíll og annar hver maður bæði í borg og sveit á svoleiðis.
2) Esky = Kælibox
3) Kelpie = Ástralskur fjárhundur
4) Singlet = hlýrabolur
5) Thongs = sandalar (ekki nærbuxur)
6) Scorching = sjóðandi heitur
7) Swaggie = ekta ástralskur óbyggðamaður