Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

föstudagur, nóvember 09, 2007

 

Má ég kynna....


þetta er Rósa Chiamaka Nzeakor. Fædd klukkan rúmlega 8 um morgun, 07/11/07.

Rósa er nefnd eftir ömmu sinni Rose og miðnafni

ð er nígerískt og þýðir "God is beautiful.

Á myndinni er Rósa nýkomin heim, tveggja daga gömul. En nú eru lungun á fullu að garga á ömmu sína og engin þolinmæði fyrir mömmunni í tölvunni. Alveg eins og bróðir sinn... Meira seinna þegar friður gefst.


Comments:
Innilega til hamingju með prinsessuna
Kærar kveðjur af kjakanum, Ása Ólafs.
 
Mikið ofboðslega er hún fín, hún Rósa litla. Finnst ég alveg kannast við hana, hún er ekki alveg ókunnug. Mér sýnist hún vera rauðhærð, er hún ekki bara nauðalík okkur móðursysturm síum? Ástarkveðjur til ykkar allra, Eygló stórfrænka.
 
Til hamingju með Rósu. Hún er yndisleg og eins og Eygló segir þá er hún kunnugleg. Bestu kveðjur
 
ég tek undir þetta með kunnugleikann. Rósa Chiamaka er falleg stúlka með fallegt nafn.Eyrún frænka
 
Innilega til hamingju með fallegu snúlluna.

Kveðja,
Linda Rós (úr ML).
 
Sæl Þórhildur! Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég átti heima á Hvammstangabraut 14. Ég kíki oft hérna á síðuna þína hef gaman að því að fylgjast með þér :)
Innilega til hamingju með fallega engilinn þinn og nöfnin sem hún fær eru einstaklega falleg.
Bestu kveðjur til þín, frá Gunnu frá Hvammstanga
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?