Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

 

Kominn tími á nýjar myndir















Amma og afi með stelpuna















Stóri bróðir er góður. Honum finnst hún nú ekkert alltaf mjög spennandi og verður pínu sorgmæddur stundum þegar hún fær að drekka eða ég held á henni.
















Þetta kallast bros, ekki gretta, kitl í maga eða neitt svoleiðis... Er í pæjusetti frá Garðari og Guðrúnu.

Hér gengur bara vel enda mikil hjálp í mömmu og pabba og svo er Okezie búinn að vera í fríi líka. Hann fer þó aftur að vinna á morgun en fer svo aftur í frí eftir rúma viku þegar mamma og pabbi fara heim. Það kemur aldrei fæðingarsaga í fullri lengd (sorrý Erla mín, endurskoða kannski þá ákvörðun ef þú ferð aftur að blogga) en ég get samt sagt að ég hef mannkynið grunað um eitt stórt samsæri. Það er samsærið um að segja konum að fæðing annars barn sé aldrei eins slæm og fyrsta. Ef ekki væri fyrir þetta samsæri þá er ég sannfærð um að ALLAR konur mundu bara eignast eitt barn (meðan þær halda enn að þetta sé varla svo slæmt). Fæðing Rósu var svo sem ekkert verri en Arinze, bara alveg jafn hrikalega vont og í staðinn fyrir að dreifast á ca sjö tíma þá voru það bara tveir tímar í þetta skiptið. Okezie getur sagt ykkur að ég var hvorki kurteis né elskuleg í þessa tvo tíma. En eftir fæðinguna þá er ég búin að vera ljúf sem lamb enda heilsan í fínu lagi og stjanað við mig. En nú heyrist frá prinsessunni, over and out.

Comments:
Flottar myndir of FLOTT fjölskylda!
Kærar kveðjur af klakanum í ágætu veðri og hríðarspá fyrir helgina!
Ása Ólafs.
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?