Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

 
Þá eru mamma og pabbi farin af stað heim. Þau ættu að fara að lenda í Singapore núna bráðlega eftir 8 klst flug. Þá eru bara eftir 16 klst til Frankfurt og svo einhver tími til Köben og svo Kef. Það var erfitt að kveðja þau og við munum öll sakna þeirra mikið. Við vorum ekkert orðin svo leið á þeim... Nú förum við bara að bíða eftir ömmu Rose sem kemur í lok febrúar og verður í mánuð.
Ég myndarskapaðist við að skella inn myndum á barnalandið. Nú eiga þau síðuna saman systkinin. Hér gengur annars bara mjög vel. Ég held mig í grunnu lauginni þar sem Okezie verður í tveggja vikna fríi núna. Það kemur svo í ljós eftir fyrstu vikuna í desember hversu mikið er að gera við að hugsa um tvö börn yngri en tveggja ára.
Er hallærislegt að monta sig á eigin bloggi af því að komast í gallabuxurnar sínar tveimur vikum eftir barnsburð. Það er reyndar óþægilegt að anda og nánast óbærilegt að sitja í þeim en zzzzamt.

Vill ekki einhver koma í heimsókn til mín?

Comments:
mig langar, mig langar
Eyrún systir
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?