Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

mánudagur, september 10, 2007

 
Það getur ekki verið mjög gott að vera Hallfreðsson í útlöndum. Í gærmorgun var Okezie að kíkja á úrslit leikjanna í undankeppni Euro og sá þá að Ísland var yfir 1-0 með marki frá Hallfreðsson.
"Ha, Hreiðarsson?", spurði ég.
"Nei, Hrfslsotson"
"Alfreðsson?".

Á endanum þurfti ég náttúrulega að kíkja á þetta sjálf. Spilar kannski inn í að ég hafði aldrei heyrt á manninn minnst áður og kannski bara í fyrsta sinn sem ég veit til að nafnið Hallfreð sé til. En við sáum þá líka að leikurinn var ekki búinn og rétt náðum að opna fyrir hann til að sjá jöfnunarmarkið. Við tóku hvatningarhróp frá Langtíburtistan, ég sagði "Ísland, Ísland" en Arinze var meira að hvetja "Dedda, Dedda". En hann klappaði og kýldi út í loftið með mér.

Comments:
heheheheheheehhe mér fannst ráðin þín í færslunni á undan góð ;)

fór inná barnaland, en man ekki leyniorðið... en jiiii hvað prinsinn er sætur!!!

góða óléttu ezkan. ég fæ bara lykilorðið hjá möttu.

knús og kram
-hlé
 
Barnið mun sem sagt ekki heita Hallfríður ;)
kv. Helga
 
Ætli það séu einmitt ekki litlar líkur á því!
 
þetta með fótboltann skilur okkur að - mig og þig-... var einkvur leikur um daginn???
Eyrún almost 40 something
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?