Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

sunnudagur, september 02, 2007

 
Ég finn mig knúna til að gefa ráð í augnablikinu.

1) Victoria Beckham er í vandræðum með að fá barnapíu. Greyið, ég veit af eigin reynslu hvað það er erfitt að treysta öðrum fyrir barningu mínu. Hins vegar skilst mér að David sé ekki svo upptekinn núna þar sem hann er meiddur út tímabilið. Kannski hann geti bara tekið að sér að hugsa um börnin sín og þau geti sparað sér barnapíuaurana.

2) Enn eina ferðina þá eru fótboltastjörnur í Englandi í fréttunum. Núna eru Ronaldo og fleiri í slúðrinu þar sem þeir leigðu sér 5 mellur til að fagna sigri í síðustu viku. Mellurnar voru ferlega svekktar yfir því hvað þeir sýndu þeim litla virðingu og höfðu litla umhyggju fyrir tilfinningum þeirra. Kannski að önnur störf henti betur til að öðlast virðingu karlmanna heldur en þessháttar sölumennska. Þess ber þó að geta að þær höfðu klætt sig sérstaklega upp í undirföt frá Tesco og Debenhams og áttu því trúlega von á því að upplifa ævintýri Juliu Roberts úr Pretty Woman. Mellan með gullhjartað. Jamm.

Að lokum þá verð ég að viðurkenna að ég grenjaði yfir bíómynd áðan. Ekki í fyrsta sinn sem ég grenja yfir nákvæmlega þessari mynd en það hljómar ekkert sérlega vel þó að segja að ég hef ekki grenjað yfir henni í um það bil 17 ár. La Bamba. Ég kenni um hormónum þó þeir séu nú ekkert mikið að stríða mér í óléttunni. Riiiiiiiiitchííííííííí. Eruð þið farin að grenja?

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?