Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

 
Síðast þegar ég skrifaði hér var ég á leiðinni í klippingu með Arinze. Það fór illa. Hárgreiðslukonan komst ekki nálægt honum og við fórum heim alveg óklippt. Síðan þá hefur hárið vaxið á hverjum degi að því er virðist. Planið var að senda Okezie með Arinze þar sem hann er miklu þægari hjá honum en úr því varð ekki. Í dag var svo dagurinn. Eftir baðið vöfðum við handklæðinu utan um hann svo handleggirnir voru undir, Okezie hélt á honum og ég var á skærunum. Það stefnir ekki í nýja atvinnu hjá mér en hárið er alla vega styttra. Miklu styttra. Ég sé á morgun hvernig þetta fór. Vonandi er hárið ekki mjög missítt en það sést ekki svo vel út af krullunum. Ég er ekkert smá fegin að bumbubúinn á að vera stelpa, þá er alla vega bara hægt að setja teygju í hárið.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?