Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

 
Ókei, smá svona blendnar tilfinningar í gangi á þessum bænum. Ég er alveg að hætta að vera tuttuguogeitthvað. Í bjartsýniskastinu hugsa ég að það sé betra að verða 3-0 en að verða það ekki. Á hinn bóginn er ég núna á öðrum áratugi en sambýlismaðurinn, er opinberlega ekki "stelpa" lengur og bara finnst ekkert sérstaklega gaman að eiga afmæli lengur.


Þar sem Okezie er að vinna til 9 annað kvöld og Arinze í leikskólanum þá höfðum við bara afmælisdag í dag í staðin. Við fórum á Cairns Show sem er svona hálfgerð sveitasýning hérna. Dyggir lesendur muna kannski eftir Cobar Show sem var ógurlega sveitó og ég var hissa að sjá að þetta er eins hérna. Teikningar eftir grunnskólanema hanga uppi, það er keppt í rúningum, besta nautið o.s.frv. Svo eru alls konar tívolítæki, dýr og matarbásar. Þetta var mjög gaman og Arinze var sérstaklega hrifinn af lömbum sem þarna voru. Eftir hádegissiestu litla mannsins fórum við svo til Palm Cove á ströndina. Þar var rok og skítakuldi en við gátum leikið okkur og fengið okkur köku. Á morgun fer ég svo í klippingu til að vera aðeins sætari í ellinni en í æskunni og fer svo í lunch með mömmuvinkonum mínum.


Þetta verður kannski allt í lagi?



Comments:
Bíddu bara þar til þú verður þrjátíu OG eitthvað. Þótt það sé ekki nema ein... það var þá sem ég fékk sjokkið.

Í mínum augum verður þú alltaf flott stelpa. Með nýtt hár eða ekki!
E
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?