Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

fimmtudagur, maí 10, 2007

 

Þessum kynntist ég áðan...

þegar ég fór út með ruslið og ég fékk gæsahúð á hárlausa leggina. Ég reyndi að hrekja hann í burtu en froskar eru svo vitlaus dýr að þeir standa grafkjurrir þegar fólk eða bílar nálgast þá. Dánartíðni froska er há í bílslysum. Þeir halda líklega að ef þeir hreyfa sig ekki þá sjáist þeir ekki. Ég fór náttúrulega ekkert með ruslið neitt lengra enda í stuttbuxum og á tásunum og hann hefði að öllum líkindum reynt að húkka sér far með mér. Þessi er nú bara meðal stór, hef séð svona tvisvar sinnum stærri frosk úti á götu en hann hafði einmitt lent í þessu með bílana. Jámm, svo ruslið bíður eftir að Okezie komi heim en þegar ég var komin hálf inn þá sá ég þessa stóru könguló. Alveg bara held ég sú stærsta sem ég hef séð hér (ekki samt neitt risa) svo ég flýtti mér inn. Fannst samt verst að þegar ég fór út til að taka myndina af Frikka frosk þá var köngulóin horfin. Vona að hún sé ekki hér inni.

Þessi að neðan er nú aðeins sætari en prinsinn í álögunum úti á tröppum. Línan á nebbanum er eftir óhappadaginn mikla á þriðjudaginn. Arinze var að leika sér með bleiukassa og stakkst á höfuðið einhvern veginn og fékk marblett í beina línu. Seinna um daginn var hann að leika sér á mottu á flísalögðu gólfinu og á undarlegan hátt skellti hann nefinu í gólfið. Datt ekkert sko, bara misreiknaði sig kannski eitthvað. Rétt fyrir svefninn datt hann svo og skall með hnakkann í gólfið. Gæti trúað að nettur hausverkur hafi gert vart við sig þennan daginn.

Annars bara allt í fína...


Comments: Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?