Lífið í Ástralíu

Þetta blogg lýsir lífi mínu frá því ég flutti til Ástralíu í mars 2005. Ég hef búið í Cobar í NSW, Cairns í QLD og nú í Mt Gambier SA. Á þessum tíma hef ég líka eignast börnin mín, Arinze og Rósu.

laugardagur, febrúar 17, 2007

 

Skype og fleira.

Skype sambandið heim hefur verið hrikalega lélegt undanfarið. Símtöl slitna og allt það merkilega sem ég hef að segja er í svona 20-30 sekúndur á leiðinni. Þegar við hringjum til Englands er allt í lagi. Eru fleiri að lenda í svona veseni? Vitið þið hvað er hægt að gera til að laga þetta?

Nú er runninn upp síðasti dagur Helgu í Cairns. Við eigum SKO eftir að sakna hennar, ekki síst Arinze Tómas litli vinur hennar. Er ekki örugglega að koma bolludagur á Íslandi? Það var nefnilega tilefni okkar í gær til að kaupa vatnsdeigsbollur með súkkulaði og custardi í búðinni.

Í gær keypti ég þrjár bækur fyrir sirka 10 þúsund íslenska kalla. Það er bara ein ástæða sem getur verið fyrir dýrum bókum. Jú mín er að byrja í skóla. Fer í fjögur fög í MBA hér í Cairns á þessari önn. Hlakka mikið til. Og kvíði fyrir.

Comments:
Gott hjá þér að fara í nám. Gangi þér vel.
 
Þú þarft eiginlega að blogga svolítið um þetta nám.... Eygló
 
Skrifa ummæli

<< Home
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?